Jæja þá er komið að því að maður skelli í smá kynningu
Ég er 30 ára heimavinnandi húsmóðir, með meiru.
Áhugamálin mín eru svo mörg að þið væruð hér í allan dag að lesa listann en það sem stendur helst uppúr eru bækur, skipulag heimilisins, Endurbætur og breytingar (DIY), garðurinn minn og uppeldi.
Ég er alveg fáránlega fróðleiksfús og það kemur þeim sem kynnast mér ekkert á óvart að á mínu heimili eru öll herbergi full af bókum og fátt sem ég sætti mig að hafa ekki svör við.
Kaffi er minn besti vinur og ég er ekkert svo viss um að þið mynduð vilja kynnast mér án þess, svona án gríns.
Ég reyki ekki en ég tek mér kaffipásur meðan aðrir fara og fá sér „ferskt loft“
Ég er búsett í Svíþjóð með manninum mínum honum Konráð og börnunum okkar þremur.
Á Íslandi á ég svo einn bónusson svo saman eigum við fjögur fullkomin börn, öll á sinn hátt.
- Guðlaugur Hjalti 9 ára, Albert Haraldur 5 ára, Hrafnkell Úlfur 3 ára og Ástrós Fjóla 9 mánaða.
Á okkar heimili er alltaf nóg að gera!
Alltaf nóg að brasa og allir með sínar (sér)þarfir.
En þið fáið að kynnast því betur seinna.
Hlakka til að vera með ykkur og leyfa ykkur að kynnast okkur aðeins betur.
Bæði því góða og því erfiða.