Olga Rut

„En hann lítur ekki út fyrir að vera einhverfur“

Hann Úlfar Hrafn minn er 10 ára ósköp „venjulegur“ drengur. Hann er með 10 tær og 10 fingur, allir útlimir á sínum stað og stór falleg blá augu sem bræða alla, en hann er líka fatlaður, hann er einhverfur. Að eiga einhverft barn er mjög erfitt. Allar áhyggjurnar sem maður hefur, fyrir utan allar áhyggjurnar sem fylgja því að eiga barn, fatlað eða ekki, Mun hann eignast vini? Lærir hann að tala? Mun hann eiga gott líf og verður hann hamingjusamur?

Ég þarf ekki bara að hafa áhyggjur af því hvernig honum líður, því hann kann ekki að tjá tilfinningar sínar eða hvort hann endi á spítala með næringu í æð því fæðutegundirnar sem hann borðar fara minkandi og hann er alltaf náfölur og orkulaus. Ég þarf líka að hafa áhyggjur af því að fólk í kringum hann skilji hann ekki. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt þessa settningu „ha, en hann lítur ekki út fyrir að vera einhverfur“, ég hef meira segja heyrt þetta frá læknum… LÆKNUM!

Það er árið 2019 í dag, erum við í alvöru ekki komin lengra með skilninginn á því að þó að þú lítir „venjulega“ út þá getur samt sem áður einhverskonar fötlun verið til staðar. Þegar þroskaþjálfi segir að það sé ekkert að barninu mínu, að ég velji það að það sé einhvað að honum, að ég þrífist á því að eiga fatlað barn, að þetta sé bara væl í mér, þá held ég að það sé mikil þörf á því að opna umræðuna um einhverfu betur.

Það er minn draumur að sem flestir skilji einhverfu og taki þessa fötlun í sátt, ekki bara það fólk sem er „mest“ einhverft, fólkið sem situr, ruggar sér og talar ekki, þessa staðalímynd sem er búið að klína á orðið einhverfa. Heldur líka þessa sem tala, sem horfa í augun á þér, og líta „venjulega“ út.

Ef einhver segir við þig að barnið þeirra sé einhverft, þá mæli ég með að þú hlustir og reynir að skilja. Það er búið að greina barnið, ekki af okkur foreldrunum heldur af fagaðilum. Við foreldranir ákváðum þetta ekki. Það er allt í lagi að þú skiljir ekki, þú getur lært að skilja. En ekki trúa ekki, ekki fara í afneitun og ekki segja „æjj“ eða „lítur ekki út fyrir að vera það“. Það særir, treystu mér.

Ein athugasemd á “„En hann lítur ekki út fyrir að vera einhverfur“

  1. Váá svo satt! Strákurinn minn er í greiningarferli og hef oft heyrt frá fólki hann er ekkert einhverfur, hann á ekkert erfitt með augnsamband, hann vill leika við aðra krakka og svo frammvegis. Ég get ekki beðið eftir að hann fái greininguna sína svo hann fái þá hjálp sem hann þarf á að halda.

    Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd við Arna Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s