Ég hef , eins og ábyggilega annar hvort bloggari, verið spurð af hverju ég byrjaði að blogga.
Sumir virðast halda að ég hafi byrjað til að feta í annara manna fótspor.
Græða fríar gjafir eða landa flottasta samstarfinu, Verða þekkt og láta birta bloggin mín á fréttasíðum.
En ástæðan er einfölld.
Mér þykir gaman að skrifa og mig langar að hjálpa þeim sem lesa bloggið mitt líkt og önnur blogg hafa hjálpað mér.
Það er sama hvaða vegg ég lendi á, ég get alltaf fundið skrif frá öðrum sem hjálpa mér að leysa vandann.
Þannig blogg vil ég skrifa. Blogg sem hjálpa öðru í svipaðri stöðu og ég.
Á stóru heimili koma alltaf upp vandamál og maður þarf oft bara að lesa annara manna reynslu og ráð til að koma sér af stað í að rétta sjálfan sig við.
Ég er rosalega kvíðin manneskja og ég OFhugsa ALLT sem mögulega er hægt að ofhugsa.
Ég skipulegg allt sem ég get og ég hef gaman af því að deila skipulaginu með ykkur.
Eru ekki einhverjir sem tengja?
Ef svo er þá flott… ég held við séum þá bra í þokkalega góðum málum.
Við erum á réttum stað!