Olga Rut

Breytt hugafar, betri sjálfsímynd.

Sjálfsímynd kvenkynsins er mikið í umræðunni í dag. Það er verið að kenna stelpum að elska sjálfa sig í þeim líkama sem þær eru. Mér finnst þetta vera svo flott og þörf umræða. Þessa umræðu hefði ég þurft að heyra þegar ég var ung stelpa. Ég er þannig vaxin að ég er frekar grönn að ofan og með stórar mjaðmir og rass. Svona hef ég verið frá kynþroska aldri.

Maður var ekki flottur nema maður væri helst eins og tannstöngull, eins og öll módelin. Það var ekki flott að vera með rass, mjaðmir og læri, Kim Kardashian var ekki orðin vinsæl.

17 ára

Ég var alltaf að miða mig við aðrar stelpur, sem er svo ruglað að hugsa um í dag. Hvernig getur það meikað sens fyrir manni að miða sig við aðra, því við erum öll svo rosalega ólík.

16 ára og fannst ég rosalega feit.
Nýorðin 20 ára, nýbökuð mamma og 30kg þyngri

Ég var alltaf rosalega óánægð með sjálfa mig, fannst ég svo feit. Svo varð ég ólétt 19 ára og þyngdist um 30kg. Þá fyrst sá ég að ég var sko alls ekki feit áður en ég varð ólétt. Aldrei er maður ánægður með sig eins og maður er akkurat í núinu. Ég eignaðist svo 2 börn til viðbótar og fitnaði í hvert skipti sem ég varð ólétt. Náði af mér kannksi nokkrum kílóum inn á milli en bætti svo alltaf á mig aftur. Ég hef lengi barist við að reyna að ná af mér öllum þessum auka kílóum, reynt marga megrunarkúra.

Í dag er ég 30 ára og hef ekki síðan ég var ung stelpa verið jafn ánægð með sjálfa mig. Ég á langt í land með að verða komin í kjörþyngd en mér er alveg nákvæmlega sama, ég fer alveg að ná -30kg frá því að ég var sem þyngst. Ég er með svuntu eftir að ganga með þrjú börn, sem ég játa að ég fíla ekki en þetta er samt partur af mér og minni reynslu.

Tekin í dag, 30 ára og mjög sátt við sjálfa mig

Ég er alveg viss um að þessi umræða hefur náð að breyta minni hugsun og kennt mér að vera ánægð með það sem ég hef. Ég vona að þessi umræða haldi áfram og nái til allra, þetta er svo mikilvægt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s