Uncategorized

Hann er ekki erfiður, hann á erfitt

Setning sem ég þarf sjálf að minna mig á oft á dag, og vildi óska að fleiri notuðu… Svona áður en ég hárreiti mig.

Skórnir eru ekki réttir á honum, sokkarnir komu beint af ofninum og eru þar af leiðandi volgir, hans bílbelti var losað á undan beltinu hjá bróður hans, hann ætlaði að vera rosalega góður við bróður sinn og leyfa honum að vinna í kapphlaupi en hinn langar ekki að hlaupa… Svona get ég talið upp endalaust. Hlutir sem fyrir okkur foreldrunum eru svo litlir og ómerkilegir að við skiljum ekki hvernig þeir geta endað í grátkasti sem getur auðveldlega skemmt daginn. Ég er orðin gráhærð.

Hann er ekki að vera erfiður, hann á eitthvað erfitt.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að börn kunni að hemja tilfinningar sínar, hvað þá stjórna þeim en þegar kemur að þessum greiningum, einhverfu og ADHD,  er um eitthvað allt annað að ræða.

Þetta eru tilfinningar sem stjórnast af einhverju öðru en einfölldum löngunum og óskum. Þær stjórnas ekki af frekju eða suði.

Þær tilfinningar sem ég verð vitni að eru stærri en mínar egin
Hugsaðu þér þegar tilfinningarnar verða svo stórar að einfallt „frekjukast“ endar á svo löngum og erfiðum gráti með ekkasogum að barnið sofnar í fanginu á mér.  Ekki vegna þess að hann langar eitthvað eða vill gera eitthvað, það er löngu útrætt.
Þetta er bara erfitt

Hann er ekki erfiður, hann á erfitt

Ekki misskilja mig, þær tilfinningar sem ég er að tala um tengjast frekjunni ekki neitt. Trúið mér ég veit alveg hvernig hún lítur út hjá mínum börnum og hún kemur oft í öllu sínu veldi í heimsókn og þegar það gerist er tekið á henni eins og allri annari óæskilegri hegðun.

Ég trúi því að ef barn gerir eitthvað af sér þá sé það vegna þess að það skortir eitthvað frá okkur. Einhverja viðurkenningu, einhverja hjálp eða snertingu.
Þess vegna hefur þessi setning orðið einskonnar ‘mantra’ fyrir mér

Hann er ekki erfiður, hann á erfitt

Hvaða rétt höfum við fullorðna fólkið annars til að segja börnunum okkar hvaða tilfinningar eru merkilegar og hverjar ekki??? Fyrir þeim eru þetta allt rosalega mikilvægar og stór merkilegar tilfinningar.
Það er okkar starf að hjálpa þeim að vinna úr þeim og undirbúa þau sem best undir framtíðina, ekki rífa þau niður fyrir að sýna líðan sína og skilja þau svo ein eftir til að vinna úr þeim þegar þau vita ekki einu sinni hvað þær þíða.
Hvernig mundi okkur fullorðna fólkinu líða ef sú manneskja sem við treystum mest í heiminum gerði bara lítið úr okkur og segði okkur að það væri nú engin ástæða til að líða illa, hvað þá gráta??… Ég er nokkuð viss um að við irðum öll frekar súr og svekkt.

Þegar mínum börnum líður illa koma þau til mín og við komumst til botns í því sem gengur á. Við knúsumst, því knús hjálpar alltaf, og við ræðum hlutina þar til okkur líður betur.

Að eiga barn sem á sérstaklega erfitt með að tjá tilfinningar sínar og tínist í eigin hugsunum þýðir bara að þetta tekur aðeins lengri tíma og heljarinnar mikla þolinmæði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s