Uncategorized

Að brjóta niður vegginn, einn múrstein í einu.

Ég var mjög ung þegar ég byggði vegg, tilfinningarvegg, úr þykkum múrsteinum. Mamma mín og pabbi skilja þegar ég var ungabarn og var ekki mikið samband á milli okkar pabba, mín upplifun var þannig að ég var ekki alltaf velkomin. Ég fór sirka einu sinni á ári í heimsókn, á sumrin, í einn mánuð. Ég fann fyrir mikilli höfnun. Ég átti erfitt með að skilja afhverju pabbi ætti aðra fjölskyldu sem ég var ekki stór partur af, mér fannst ég skilin útundan. Ég tæklaði þessar tilfinningar vel sem barn, eða kannski meira tæklaði þær ekki, ég var nú bara barn. Svo komu hormónafullu unglingsárin, og ó boy, allar tilfinningarnar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti. Greyið mamma, það sem hún þurfti að þola mikið tuð frá mér, og hjálpa mér eins og hún kunni best. Ég bara skildi ekki, var einhvað að mér? Afhverju var það bara ég sem var skilin útundan, vill hann ekki hafa mig nálægt sér ? Mamma þurfti alltaf að minna mig á að pabbi minn elskar mig, ég veit í dag að hann elskar mig, hann hefur alltaf gert það. Ég er fyrsta barn hans og hann bara kunni og vissi ekki betur.


Þegar ég var í öðrum bekk endum við mamma á kvennaathvarfinu eftir að hafa búið við andlegt ofbeldi í nokkur ár. Mömmu tókst mjög vel að ýta mér undir sinn verndarvæng, svo ég „slapp“ nokkuð vel. Ég varð samt fyrir því, ekki beint heldur óbeint ef hægt er að segja það. Ég horfði upp á fjölskyldumeðlimi verða fyrir ýmislegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu. Að vera barn og verða vitni að svona, það er ofbeldi. Horfa á móðir mína, þessa gullfallegu, sterku og glöðu konu brotna smám saman niður og verða að engu. Ég var kannski ung, en ég fann fyrir þessu öllu, að það væri ekki allt með felldu. Að sitja hér og skirfa um allt það sem mamma mín þurfti að ganga í gegnum, það sem við þurftum að ganga í gegnum, er erfitt og það renna tár. Mamma er mín hetja.


Kvennaathvarfið, hvar á ég að byrja, þvílíkur staður. Ég átti svo góðan tíma þar, þó svo að mitt stopp hafi verið stutt, það var hugsað svo vel um börnin þarna. Allskonar skemmtilegt sem við gerðum saman á meðan mömmurnar fengu viðeigandi hjálp.
Þegar við mamma vorum loks sameinaðar hélt ég að þessi kafli í mínu lífi væri búinn, að nú væri bara hamingjan framundan. Ekki misskilja mig, eftir þetta átti ég gott líf, en ég hefði kannski þurft að fá hjálp til að vinna úr þessu öllu sjálf. Ég byggði bara þennan vegg sem stendur enn, mörgum árum seinna.


Ég er mjög meðvirk, ég veit ég er það. Er það ekki fyrsta skrefið í átt að bertri líðan, að viðurkenna vandann? Ég segi alltaf já við öllu og bið ekki um mikið sjálf. Ég er svo meðvirk að systir mín varð hissa þegar ég sagði einu sinni nei við að passa fyrir hana, ég var nýbúin að eiga mitt fyrsta barn og var mjög þreytt. Það sem það var erfitt fyrir mig að segja nei, myndi systir mín fara í fílu eða verða reið? Nei, hún skildi það mjög vel, en varð samt hissa að Olga hafi sagt nei, Olga segir aldrei nei. Ég set sjálfa mig aldrei í fyrsta sæti, ég hugsa alltaf um hvað aðrir þurfa, þá veit ég að enginn verður reiður við mig og allir vilja hafa mig nálægt sér. Ef ég fæ hrós, þá fer ég í kerfi. Ef það er einhver pirraður í kringum mig, fer hjartað mitt í mola og ég verð mjög stressuð. Það þarf ekki einu sinni neinn að vera pirraður við mig, bara nálægt mér. Ef ég stend mig vel, þá er það heppni. Ef einhver segir að ég sé falleg, trúi ég þeim ekki. Ég reyni að forðast, eins og heitann eldinn, rifrildi. Undirmeðvitund mín tengir rifrildi við ofbeldi.


Hvers vegna er ég að skrifa þetta allt hér ef ég á svona erfitt með að tjá mig? Vegna þess að ég á mjög auðvelt með að tjá mig ef ég fæ að skrifa, ef ég þarf að tala þá er það nánast ómögulegt fyrir mig og ég frekar bæli allt niður.


Að hafa upplifað það sem barn að vera ekki mjög eftirsóttarverð hjá pabba mínum og búið við andlegt ofbeldi svona ung, hefur vægast sagt fokkað mér upp. Sorrý orðabragðið. Þó svo að þessi upplifun mín í sambandi við pabba minn sé kannski einhvað sem ég er búin að ýkja, er þetta samt mín upplifun sem hafði neikvæð áhrif á mig. Við pabbi höfum rætt þetta, í gegnum skilaboð, og ég á í góðu sambandi við hann, hef svosem alltaf gert, bara ekki í miklu magni. Ég var komin á fullorðinsár þegar ég loks þorði að segja pabba hvernig mér leið. Hvernig átti hann að laga einhvað sem hann vissi ekki af. Hvað ef ég hefði tjáð mig sem barn, ég þorði því ekki, ég var byrjuð að byggja vegginn.


Ég er komin á þann stað í dag að ég vil ekki lengur vera svona lokuð. Ég vil geta tjáð mig án þess að vera hrædd um viðbrögð annarra. Ég vil finna réttu verkfærin til að hjálpa mér að brjóta niður þennan þykka múrsteinsvegg. Fyrsta verkefnið í þessu bataferli er að sættast við sjálfa mig. Ég er gáfuð, ekki bara heppin. Ég er falleg, fólk er ekki að ljúga. Ég er sátt við útlitið, ég þarf bara að vinna meira í þessu andlega.


Ég ætla, ég get, ég skal.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s