Uncategorized

Já svo þið eruð bara svona eins og helgaforeldrar…

Ehm nei, við erum bara foreldrar sem erum svo óheppin að búa ekki í sama landi og sonur okkar

Við erum foreldrar allan sólahringinn, allan ársins hring.

Við erum 4 barna foreldrar. Við erum ekki 3 barna foreldrar og stundum 4.

Ég er mamma.
Þið kanski viljið kalla mig stjúpmömmu en ég er bara mamma.
Að kalla mig bónusmömmu er strax skárra, því það er alltaf jákvætt að fá bónus!
En ég er ekkert sjúp og alls ekkert hálf neitt…

Orðið „helgaforeldri“ (helgapabbi og helgamamma) hefur alltaf farið svolítið í mig því það gefur til kynna að maður sé bara foreldri þá daga sem maður hefur barnið hjá sér.

Konni átti son þegar við byrjuðum saman en hann býr hjá með mömmu sinni .
Við fáum hann til okkar yfir hátíðir og í skólafríum.

Hann er alveg jafn mikið barnið okkar þó hann sé í öðru landi.

Við fáum alla pósta úr skólanum og einkanablöðin hans.
Við vitum allt sem gengur á í hans lífi og ef eitthvað kemur uppá er það alveg jafn mikið okkar starf að standa við bakið á honum alveg eins og ef hann væri hér hjá okkur,

Hann á dásamlega mömmu sem passar líka uppá það að við vitum alltaf hvað er í gangi og er sammála því að það sé starf okkar allra að ala hann upp og vera til staðar.

Hversu heppin erum við?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s