Uncategorized

„Sjáðu mamma, maginn á mér er næstum því orðinn flatur“

… heyrði ég ungan strák segja við mömmu sína í búðinni þar sem hann stóð og speglaði sig í stórum spegli, með tilheyrandi ‘pósum’ og inndragi magans.

Mér varð eginlega bara svolítið illt og þetta fékk mig til að hugsa
Mér varð hugsað til barnana minna fjögurra sem ég vona að hugsi aldrei svona um sjálf sig, beri sig aldrei svona saman við órænhæfar myndir af fólki sem þau sjá í sjónvarpinu eða í auglýsingum.
Staðalímyndin er svo sterk, svo sterk að hún hræðir mig. Meira núna en þegar ég var sjálf krakki að bera mig saman við þær. 

Ég er með stóran rass og læri, ég er með mömmumaga sem lafir og upphandleggirnir á mér eru stórir en ég get sagt það að ég sé í fyrsta skiptið, síðan ég veit ekki hvenær, bara þokkalega sátt við sjálfa mig.

Ég er heltekin þeirri hugmynd að verða 100% sátt við sjálfa mig.


57936128_299370107626888_3186711625910452224_n


En ég játa það alveg að ég hef oft talað illa til líkama míns og það svo börnin mín heyri.
Ég hef talað um það upphátt hvort einhver hafi grennst og hvað ég öfundi hana fyrir að hafa látið vaða og losað sig við aukakílóin.

Sexy er ekki stærð, hver einasta kaloría er ekki stríð, líkami minn er ekki stríðsvöllur og hvers mikils virði ég er er ekki mælt í kílóum

Ég hef líka talað um það að ég hafi fitnað og maginn á mér sé ógeðslegur, ég geti ekki gengið í þessu og hinu vegna þess að lærin á mér eru svo stór og kálfarnir ljótir. Með æðahnút í hnéspótinni og jarðaberjahúð, þá sérstaklega ef ég voga mér að raka á mér lappirnar…. Já ég hef sagt þetta allt og gert lítið úr þeim líkama sem ég á.
Líkama sem hefur gengið með og fætt 3 fullkomin börn.

Ég er búin að eyða mörgum árum í að tala illa til líkama míns og um hann en það hefur ekki gert mér neinn greiða ennþá. Héðan í frá ætla ég að tala fallega til hans og sjáum þá hvað gerist!

En að þessi ótrúlega sæti drengur hafi talað svona um sjálfan sig segir mér bara hversu mikil áhryf það hefur á börnin okkar hvernig við tölum og hvað við setjum út úr okkur út í alheiminn.


49211268_10218579033133853_5482527776273596416_n


Vertu breytingin sem þú vilt sjá á heiminum


Stór orð en á sama tíma orð sem við meigum ekki gleyma.

Ef við viljum að börnin okkar alist upp með meira sjálfstraust og hafi betra álit á sjálfum sér en við þá verðum við að breyta einhverju hjá okkur. Það þýðir ekki að hjakkast í sama farinu og búast við breytingu.
Héðan af mun ég gera allt sem ég get til að sjá til þess að börnin mín horfi jákvæðum augum á sjálf sig og þann líkama sem þau hafa og ég veit að breytingin liggur hjá mér.

Við verðum líka að passa okkur… Við verðum að passa okkur hvaða skilaboð við erum að senda börnum, hvað við segjum, ekki bara hvernig við tölum útávið.

Af hverju þarf að benda þybbna barninu á það að ef það fær sér eina kökusneið í viðbót verða það bara feitt???
Af hverju þarf að svara spurningunni um hamborgara og franskar á þann hátt að maður verði bara feitur af þessum mat???
Af hverju þarf að láta börn fá samviskubit yfir því að langa í eitthvað eða ætla að fá sér eina brauðsneið í viðbót?
Ég er ekki að segja að börn eigi að fá að borða endalaust og óheflað því ekkert meigi segja en það er munur á að vera ábyrgur fullorðinn einstaklingur og þáttakandi í uppeldi barns með því að beina barninu á rétta braut en það er annað að  særa barn fyrir það eitt að langa í aðeins meira.

Ég var þybbna barnið. Ég var barnið sem fékk að heyra þetta frá fólki í kringum mig, og þá er ég ekkert bara að tala um fólk sem stóð mér næst heldur líka bara fólki í kringum mig. En sárast er það alltaf þegar einhver sem manni þykir vænt um fer að ræða þessa hluti við mann.
Sem móðir og fullorðin kona skil ég þetta og ég skil það núna að þetta fólk vildi mér bara vel en skilaboðin sem ég fékk sem barn voru bara alls ekki þau að fólkinu þætti vænt um mig og vildi bara hjálpa. Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég væri feit, ég irði bara feit og að ég væri minna virði af því ég irði feit. Nógu mikill var þrýsingurinn úr bekknum og úr samfélaginu öllu að líta vel út og stunda íþróttir.
Ég endaði ekkert sem íþróttaiðkandi súpermódel eftir allt þetta velviljaða tiltal… Nei ég endaði sem bókanörd sem spilaði á trompet í skólahljómsveit í 10 ár .

Og vitiði hvað?

Ég er bara ógeðslega stolt af þeirri konu sem ég er í dag, SAMA þó ég sé með helling af aukakílóum á mér!


Ég ætla ekki að stofna andlegri heilsu minni í hættu við það eitt að eignast hinn fullkomna líkama 

-Demi Lovato

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s