Uncategorized

Lán í óláni

Þegar ég var lítil langaði mig að verða hárgreiðslukona þegar ég yðri stór. Systir mín vill meina að hún hafi barið það inn í hausinn á mér því einu sinni var hún að greiða mér og ég sat ekki kjurr, sem pirraði hana mjög mikið, þannig að hún lamdi bursta í hausinn á mér svo fast að hann festist. Ég var sirka 5-6 ára þegar ég lærði að gera fasta fléttu, sat og horfði á mömmu flétta barbie dúkku og æfði mig svo. Ég var alltaf að greiða öllum sem leyfðu mér að komst í hárið á þeim. Ég var líka óð með skæri, mamma var í vandærðum með mig því ég réðst á gluggatjöldin heima. Ég var líka mjög dugleg í að klippa dúkkurnar mínar. Mömmu langaði að hafa mig með sítt hár en ég réðst alltaf á hárið á mér og klippti það, þannig ég var með stutt að framan og sítt að aftan… HRÆÐILEGT!

Þegar ég varð loksins stór þá fór ég í Iðnskólann að læra hárgreiðslu. Loksins var draumurinn að rætast. Ég elskaði skólann og stóð mig mjög vel. Ég var góð í þessu fagi. Þegar ég svo útskrifast árið 2009 byrjaði ég að finna fyrir verkjum í fingrum. Ég hélt að ég væri kannski með gigt þar sem það er mikið um það í minni fjölskyldu og endaði með að fara til læknis. Læknirinn sendir mig í myndatökur og út kemur að ég sé með beinflís í einum lið sem ölli þessum verk. JESS, hugsaði ég og spyr lækninn hvernig við lögum það. Læknirinn horfir á mig og segir „við getum ekki lagað þetta, ef ég sker þig upp þá get ég ollið meiri skaða, þetta hverfur á svona 10 árum“. Ég varð frekar hissa og segi að mér sé svo illt alla daga eftir vinnuna, er ekkert hægt að gera ? Hann segir við mig að ég verði bara að finna mér aðra vinnu.

Ég er ekki viss um hvort þessi beinflís sé þarna enn eða hvort þetta hafi verið rétt hjá honum þar sem í dag er ég greind með vefjagigt. Ég vissi ekkert hvað ég átti nú að gera, eina sem ég vissi var að ég þyrfti að hætta að klippa. Ég prufaði að vinna á leikskóla sem mér fannst mjög gaman en langaði ekki að vinna við að eilífu. Ég flutti til Noregs og fór í nám í fjölmiðlatækni sem ég fann mig engan vegin í. Þegar ég bjó úti varð ég ólétt og við flytjum aftur heim til Íslands. Ég var á atvinnuleysisbótum þar sem enginn vildi ráða ólétta konu, datt reyndar niður á afleysingarstarf í leikskóla sem ég vann ekki lengi við vegna grindagliðnunar. Þegar ég var að verða búin með fæðingarorlofið mitt þá var kominn tími á að finna vinnu. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætti að sækja um, en ákvað að sækja bara um allsstaðar og vinna þar þangað til að ég væri búin að ákveða hvað ég ætti að læra í framtíðinni.

Ég fékk vinnu á sambýli og þar fann ég mig. Loksins fann ég hvað ég gæti gert. Umönnun, þar á ég heima. Í dag vinn ég á elliheimili hér í Svíþjóð og elska það. Það er svo gefandi að vera í kringum þetta fólk. Þau eru svo glöð fyrir að fá hjálp, þó svo að maður sitji bara og haldi í hendina á þeim. Ég hugsa um þetta fólk eins og ég vil að hugsað sé um ömmur mína og afa.

Ég fíla það miklu betur að vinna við umönnun en í hárgreiðslu, hárgreiðslan fyrir mér í dag er meira svona hobbí sem ég stunda í frítímanum. Kannski er það vegna þess að ég náði ekki að komast nógu vel inn í hárgreiðslubransann. Í framtíðinni ætla ég að læra sjúkraliðann og draumurinn er að vinna á sjúkrahúsi. Það má segja að það hafi verið lán í óláni að geta ekki klippt, því annars hefði ég aldrei farið að vinna við umönnun, að hjálpa öðrum, ég elska það.

Ef þú þarft að hætta að vinna við það sem þig hefur alltaf langað til að vinna við, ekki örvænta. Ef ég gat fundið einhvað annað þá getur þú það líka!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s