Uncategorized

Magaermi

Ég hef alla mína tíð barist við viktina eða alveg frá því ég var unglingur. Hægt og rólega hef ég þyngst en mesta aukningin var þó þegar ég var ólétt í fyrra skiptið en þá þyngdist ég um 30kg. Síðan þá hef ég barist við að losna við öll þessi aukakíló en ekkert gengur. Ég næ kannski að missa 6kg en þyngist svo um 10….

Þeir sem þekkja mig vita að ég er dugleg að mæta í ræktina og ég reyni mitt besta í mataræðinu. En ekkert gengur.
Þetta var farið að taka ansi mikið á sálina verð ég að viðurkenna, að finnast maður vera misheppnaður. Horfa á allar árangursmyndirnar sem poppa upp á facebook og hugsa aftur og aftur „af hverju tekst mér þetta ekki????“

Það hefur verið grátið og blótað og svo grátið meira…..

Jólin 2018
Jólin 2018

Þetta hefur ekki aðeins snúist um að vera í yfirþyngd. Konur eru fallegar í öllum stærðum og gerðum! En þegar þyngdin er farin að há manni í daglegu lífi er kominn tími til að gera eitthvað í sínum málum. Þegar maður getur ekki sinnt börnunum eins og maður vildi, farið með þeim í fótbolta, út að leika og tekið þátt í þeirra leikjum. Ég fékk smá „wake up call“ þegar ég var stödd með Gunnari Degi syni mínum á Akureyri. Við fórum í sund einn daginn og hann vildi endilega að ég kæmi með honum í rennibrautina. Þegar maður er svona stór forðast maður allt svoleiðis, en hann skildi þetta ekki. „Af hverju kemur þú ekki bara með“…. Hverju á maður að svara í svona tilfellum?? Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég vil ekki lifa svona lengur, það er komið nóg!

Svo frétti ég af svona aðgerð, magaermi. Ég var búin að veltast með þetta í hausnum ansi lengi, þorði ekki að segja frá því að mig langaði í hana því þá væri ég jú að samþykkja að ég væri búin að missa tökin og gæti þetta ekki sjálf. Og svo skömmin, að gefast upp og fara „the easy way out“. Setja mig í raunverulega hættu(þetta er jú mikið inngrip) bara til að geta grennst….

Að lokum tók ég ákvörðun, ég ætla að gera þetta! Þetta er rétta leiðin fyrir mig og skítt með hvað öðrum finnst. Verð þó að viðurkenna að ég er ennþá í dag að berja inní hausinn á mér að það skipti ekki máli hvað öðrum finnst en það mun koma einn daginn að ég hætti að tala sjálfa mig niður.

Ágúst 2014

Það eru komnar tæpar 4 vikur síðan ég fór í aðgerðina, og guð minn almáttugur hvað þetta hefur verið erfitt á köflum. En ég sé ekki eftir þessu eitt augnablik! Ég er nú þegar búin að missa 12kg og held áfram að léttast. Þið vitið ekki hvað ég hlakka til að halda áfram í þessu ferli, loksins LOKSINS léttist ég!

Eftir 1 ár ætla ég að hlaupa og leika með börnunum mínum, ég ætla að renna mér með þeim í rennibrautinni í sundi, ég ætla ekki að að vera þreytt í fótunum alla daga, ég ætla ekki að vera með verki í hnjánum þegar ég mæti í ræktina, ég ætla að lifa lífinu frá og með deginum í dag og hætt að skammast mín fyrir mig og mínar áhvarðanir. Þær eru mínar og álit annara skiptir engu máli!

-Kolla

Ein athugasemd á “Magaermi

  1. Elsku Kolla mín þú duglega og fallega tengdadóttir, þú ert alltaf frábær þú verður alltaf sú besta af sjálfri þér. Þú ert frábær mamma og hann sonur minn einkasonurinn þar sem enginn kona er nógu góð fyrir þá prinsa,fyllir þú inn í þann kassa að vera sú besta fyrir prinsinn minn 😁 það er svo mikið framundan hjá ykkur og þið massið þetta allt. Endalaust stolt af ykkur.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s