Uncategorized

Sonur minn er ekki mengaður.

Jakob Frímann segir að ég sé með menguð egg, að maðurinn minn sé með mengað sæði, að sonur minn sé mengaður. Eins og ég hef skrifað um áður á ég einhverfan son. Samkvæmt Jakobi er það mér og manninum mínum að kenna að sonur okkar sé einhverfur, því við erum menguð. Er maðurinn ekki í lagi ? Heldur hann virkilega að það sé í lagi að henda út þessari skoðun sinni og segja svo bara „ég var ekki að reyna að særa neinn“, veit hann hversu marga hann hefur sært með þessum orðum sínum ?

Nú á ég þrjá stráka, en bara einn af þeim er einhverfur, þessi elsti. Ég borðaði mikið hollari mat áður en ég átti hann heldur en ég gerði áður en ég átti tvo yngri. Hvernig gengur þá dæmið upp að einhverfa og „menguð egg“ tengist einhvað mataræði ? Ættu þá ekki mínir yngri strákar að vera einhverfir frekar en þessi elsti ?

Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er fötlun. Fólk verður að fara að skilja það, fötlun ekki sjúkdómur. Einhverfa er ekki einhvað sem hægt er að lækna með hollari mataræði. Það er að sjálfsögðu hægt að breyta ýmsu með hollari mataræði, eins og hegðun og þessháttar. En það tengist ekkert einhverfu. Þú getur breytt mörgu bara með mataræði. Maður getur sagt þetta um alla, hollt mataræði = betri líðan. Það er ekki flóknara en það. En það er hægara sagt en gert að breyta matarvenjum einhverfs einstaklings.

Afhverju þarf alltaf að tala um einhverfu, eða bara hvaða fötlun sem er, sem neikvæðan hlut? Það er bara ekkert að því að vera með einhverskonar fötlun, það þurfa ekki allir að troða sér í sama blessaða formið. Þó einhver sé einhvað „öðruvísi“, þýðir það ekki að það sé einhvað slæmt. Það þarf ekki alltaf að búa til allskonar bullkenningar, sumir fæðast fatlaðir og sumir ekki. Það er ekki neinum að kenna, punktur! Þessi hugsunarháttur er svo löngu orðinn úreltur. Það er komið 2019, við vitum betur. Já, það er talsverð aukning á einhverfu greiningu, ekki vegna þess að við erum menguð, það er vegna þess að þekkingin er meiri.

En það þurfa að sjálfsögðu alltaf að vera einhverjir svartir sauðir eins og Jakob Frímann sem kalla barnið mitt mengaða afurð. Svartir sauðir sem lesa/heyra einhvað og mynda sér skoðun án þess að kanna allar hliðar málsins. Jakob Frímann þekkir ekki son minn. Sonur minn er gáfaður, með stórt hjarta og vill öllum vel. Hann er ekki menguð afurð, hann er frábær afurð.

Við sem eigum fötluð börn þurfum að berjast við svo margt í lífinu, berjast fyrir börnin okkar. Að þau fái það sem þau eiga rétt á. Við eigum ekki að þurfa að berjast við fólk sem talar um börnin okkar sem mengaða afurð.

Jakob Frímann, barnið mitt er ekki verra en barnið þitt, þó hann sé einhverfur. Barnið mitt er ekki menguð afurð.

Skammastu þín, Jakob. Skammastu þín að tala svona niður til mín, mannsins míns og sonar míns.

Ég hvet alla foreldra sem eiga einhverft barn að láta í sér heyra þegar talað er svona niður til okkar og barnana okkar, sama þótt allir segi það sama. Við skulum ekki láta vaða svona yfir okkur og sitja heima og titra af reiði. Svörum þessu fólki, tölum upphátt. Þá kannski fer fólk að skilja. Vonum það alla vega,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s