Uncategorized

Hættið að segja að ég sé að dekra hann

Sonur minn er einhverfur. Æji muniði, hann er eitt af þessum menguðu afkvæmum sem Jakob Frímann talaði um.

Hann heyrir hluti betur en aðrir, hann finnur fyrir snertingu á annan hátt en aðrir, hann sér heiminn öðruvísi en aðrir og hann upplifir lífið öðruvísi en aðrir.
Hann á erfitt með margmenni og búðarferðir. Hann þarf sínar reglur virtar og sína rútínu á hreinu (en passið ykkur því þetta breytist frá degi til dags).

Þegar við erum í margmenni og hann stressast upp og nær ekki að róa sig þá er það mitt að hjálpa honum og veita honum öruggan faðm til að jafna sig í.
Ég er ekki að dekra hann.

Þegar við förum úr einni athöfn í aðra en hann er ekki tilbuinn að hætta þá getur það endað í niðurbroti og gráti sem ég þarf að hjálpa honum í gegnum.
Þetta er ekki frekjukast eða óþekkt, heldur aðstæður sem hann kemur sér ekki útúr sjálfur, eitthvað sem hann nær ekki utanum.

Það er munur á frekjukasti og ‘meltdown’ 

En ekki misskilja mig, ég er ekki að reyna afsaka neitt. Hann getur verið alveg bullandi frekur og testar okkur foreldrana alveg eins og önnur börn en það sem ég þurfti að gera mér grein fyrir í kjölfarið á einhverfugreiningarinnar var að hann hreinlega kann ekki og á erfiðara með að hafa stjórn á tilfinningum sínum.
Þær eru stærri og meiri en hjá öðrum.

Þegar allt kemur til alls er það málið.
Hann öskrar, slær frá sér og reynir allt hvað hann getur að komast frá okkur en það er okkar starf að hjálpa honum niður á jörðina aftur. Hann er ekki að vera vondur eða reyna að meiða okkur.

Hættið að segja að ég sé að dekra hann þegar ég minni hann á eða býð honum eitthvað annað í staðin fyrir það sem hann missti eða þá athöfn sem hann þurfti að hætta.
Það er mitt að ákveða og vita hvernig best er að hjálpa syni mínum úr því stressi og þeirri streytu sem hann er að takast á við ákkúrat þá.
Ef ég ákveð að halda á honum öskrandi og grátandi út úr búðinni og út í bíl þá er það það sem ég tel best í stöðunni.
Og það á líka við það þegar ég „sleyki úr honum fýluna“ eða „kaupi friðinn“

Veldu hvaða slag skal taka.

Það þarf ekki allt að vera barátta um hina fullkomnu hegðun.
Stundum er dagurinn bara þannig að allt endar í gráti og gnísti tanna og þá spilum við bara af fingrum fram. Ef ég nauðsynlega þarf að fara í búðina með krakkana hef ég alveg sett strákana í kerru með ipad og síma og vitiði, ég komst í gegnum búðarferðina með þokkalega glaða drengi og allt sem mig vantaði í poka.

 

6e9007d02413f49b7578568cfd135f87

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s