Uncategorized

Albert Haraldur og einhverfuheilinn hans

Hljómar svolítið eins og titill á barnabók…. hver veit, kanski skrifum við saman bók einn daginn!

En Albert Haraldur fékk sína einhverfugreiningu rétt fyrir 6 ára afmælið sitt.
Við byrjuðum að leita okkur aðstoðar þegar hann var 3 og hálfs árs vegna þess að okkur foreldrunum fannst hann ekki haga sér alveg eins og jafnaldrar sínir.

Hann lék sér rosalega mikið, og geri enn, í allskonar fantasíuleikjum. Hann breytist í þetta rosalega vélmenni sem talar ekki og þá er dagurinn bara þannig.
Hann hreinlega bara VARÐ að fá að vita svarið við öllum spurningunum sem hann hafði. (Google er án gríns besti vinur minn.) Ef svarið var ekki nóg eða hreinlega ekki til staðar varð rosaleg sorg og hann hélt áfram að spyrja alla sem hann hitti hvort þeir hefðu svar.
Hann varð alltaf að vita hvert við vorum að fara, hvað við irðum lengi, hvernig við kæmumst þangað, hver irði þar, hvenær við værum komin heim aftur og þurfti að fá að vita allt sem mögulega gæti farið úrskeðis.
En það voru ekki bara leikirnir og karakterinn sem varð til þess að við leituðum okkur hjálpar heldur erfiðu hlutirnir.
Hann höndlaði engann hávaða. Við þurftum að kaupa okkur nýja ofurhljóðláta ryksugu til að geta ryksugað heima.
Hann hélt fyrir eyrun á meðan hann sturtar niður úr klósettinu og það er ekki hvaða tónlist sem er sem virkaði fyrir hann. Sum tónlist og hljóð einfaldlega meiddu hann.
Hann hafði rosalega stuttann þráð og var rosalega viðkvæmur fyrir öllu áreiti. Hann grét mikið, hafði rosalega stórar tilfinningar og átti mjög erfitt með að stjórna þeim. Hann varð annaðhvort OFUR glaður eða OFUR leiður. Til að mynda var það hrein og bein sorgarstund ef ég henndi einhverju sem er ónýtt. Hvort sem það eru nærbuxur eða dót. Á tímabili gat ég ekki einu sinni hent mat í ruslið meðan hann var heima því þá stressaðist hann upp því við hefðum getað borðað þetta.

Hann hafði rosalega mikinn skilning á því hvernig honum leið og gat lýst því á ótrúlega þroskaðann hátt hvernig líkaminn hans virkaði.
Hann útskýrði það til dæmis þannig að þegar hann varð reiður hafi honum fundist eins og hann væri Reiði úr Inside Out myndinni. Honum hafi ekki fundist hann þurfa að skemma hluti eða meiða neinn, heldur hafi hann bara þurft að springa aðeins og lagast svo aftur.
Hann útskýrði hvatvísina á þann hátt að hann vissi hvað hann ætti að gera og að hann vissi til dæmis alveg að hann ætti að sitja kjur en fæturnir vildu bara ekki hlusta á heilann.
Og stundum þegar hann irði reiður við einhvern og gerði eitthvað af sér þá væri það vegna þess að hjartað hafi ekki náð að tala við heilann. Heilinn hafi verið of fljótur að senda skilaboð sem hjartað hafi ekki náð að stoppa. Því það er sko hjartað sem gerir okkur góð en heilinn sem gerir okkur stundum óþekk.
Þetta er bara brot af því sem hefur gengið á en í augnablikinu er þetta það sem ég man.

Hjúkkar í ungbarnaverndinni gaf mér beinann síma til sín því þetta var eitthvað sem hún var búin að sjá og hreinlega bíða eftir að ég nefndi. Þegar ég svo hafði saband við hana sagðist hún ákkúrat hafa beðið eftir því að við hringdum og var þá tilbúin með allt sem þurfti svo hann kæmist að hjá sálfræðingi á þeirra vegum.

Sálfræðingurinn sem við hittum sér um allt sem við kemur andlegri heilsu barna og foreldra og hann hjálpaði okkur alveg óendanlega mikið og bennti okkur á mörg góð ráð sem við notum enn í dag.
Hann lagði fyrir Albert allskonar próf , þar á meðal greindarpróf þar sem hann skoraði á við 14 ára, og mat hann fluggáfaðan en á sama tíma sá hann marga einhverfu’tendensa’ en sagði samt ekki neitt, enda var í raun engin ástæða til að skoða það neitt frekar.
Ráðin sem hann gaf okkur til að byrja með virkuðu vel og Albert blómstraði í sinni rútínu.

Þarna er hann samt bara 4 ára og við Konni ekkert farin að spá í því að hann gæti verið einhverfur. Við vorum föst í ADHD og vorum viss um að það væri þar sem væri að gera honum erfitt fyrir.

Þegar vandamálunum byrjaði að fjölga ákváðum við að hafa samband aftur við sálfræðinginn hjá ungbarnaverndinni og hann ákvað að nú væri tími kominn til að senda okkur Albert inná barnageðdeild og fá þar fasta geiningu.

Það ferli tók 4 mánuði. Við hittum sálfræðing í allskonar aðstæðum, hún talaði við leikskólann og okkur foreldrana. Fór ítarlega í gegnum allt hans líf og vildi bókstaflega vita allt. Skoðaði ekki bara andlega heilsu heldur líkamlega líka.
Hún nefndi eftir annan tíman minn með henni að hana grunaði einhverfu frekar en ADHD en ætlaði samt ekki að útiloka það fyrr en eftir fleiri próf.

Þá fengum við með okkur spurningabunka heim og leikskólinn fékk þann sama. Hún laggði svo fyrir hann allskonar próf í viðbót og mat hann alveg í bak og fyrir.

Greiningin kom svo 4. janúar á þessu ári og kom okkur ekkert á óvart eftir allt sem við höfðum lesið og rætt um við sálfræðinginn.
Albert liggur á einhverfurófinu en er á mörkunum að vera Dæmigert Einhverfur.
Að liggja á einhverfurófinu, eða vera með háttstemda einhverfu er það sem kallað var Aspergers í „gamla daga“.
Hann er einhverfur án greindarskerðingar.

Ég ákvað að leita mér að stuðningshópum fyrir foreldra einhverfra barna á facebook og fann þá nokkra.  Einhverfa, Einhverfuróksgrúbban, Einhverfa og ADHD er ekkert til að skammast sín fyrir, Einhverfurófið og Einhverfusamtökin ,ásamt nokkrum sænskum hópum, eru þeir hópar sem ég notast mest við og þar er alveg aragrúa af hjálp að fá.
Svo ég tala nú ekki um hana Olgu mína.
En það sem margir foreldrar töluðu um var að það væri eins og barnið þeirra irði „einhverfara“ þegar það væri komið með greiningu og ég tók alveg eftir þessu sjálf.
Nei að sjáfsögðu verður barnið ekkert einhverfara, en við fórum að sjá hegðun sem við tókum ekki eftir áður eða spáðum ekkert allt of mikið í.
Eftir að við útskýrðum líka fyrir Albert að hann væri með svona einhverfuheila þá fór hann að viðurkenna fyrir okkur hluti sem honum þykja erfiðir sem við vissum hreinlega ekki af. Hann er nefnilega meistari í að fela það sem honum þykir óþæginlegt eða erfitt því hann vill öllum svo vel, hann vill ekki skemma fyrir neinum.

Ég hugsa oft til baka því það var svo margt sem bennti til þess að hann væri eitthvað oðruvísi en ég hafði bara ekki þekkinguna til að sjá það.

En hann Albert Haraldur er með ofurkraft, ofurheila.
Hann á erfitt á sumum sviðum en brillerar á öðrum.
Hann er með einhverfuheila og einhverfuheilar geta lært allt og muna rosalega mikið. Þeir taka eftir því sem aðrir sjá ekki en missa oft líka af því sem „venjulegir“ heilar sjá.
Hann hugsar öðruvísi en við og hann vinnur öðruvísi úr umhverfinu. Það tekur hann oft mikið lengri tíma að komast að niðurstöðu eða fatta einfallda hluti en það er bara vegna þess að hann þarf að hugsa þá frá öllum mögulegum sjónarhornum áður en hann getur myndað sér skoðun eða komið sér að mergi málsins.

Þetta reynir oft á þolinmæði þeirra sem umgangast hann og það er margt sem við foreldrarnir höfum þurft að læra hreinlega upp á nýtt þegar kemur að uppeldi.

Eins og ég sagði í seinasta bloggi þá segir dagurinn í dag ekkert um það hvernig morgundagurinn verður og í raun segir þessi mínúta sem líður ekkert um það hvernig næstu mínútur á eftir verða.
Þetta er bókstaflega rússíbani, glænýr rússíbani sem enginn hefur prófað áður eða séð fullgerðann. Þú veist ekkert hvað bíður eða hvert þú ert að fara. Þú verður bara að setjast í þitt sæti, spenna á þig beltið og demmba þér af stað.

Ég mæli með að þið kíkið á videoið sem býr bakvið þessa mynd.
Amazing things happen er FRÁBÆRT video sem útskýrir einhverfu á mannamáli.

yt-amazing-things-happen-video

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s