Uncategorized

Þetta tókst!

Ég vildi að ég gæti lýst því í orðum hvað ég er glöð og þakklát í hjartanu þessa dagana en loksins, LOKSINS erum við fjölskyldan komin á þann stað sem okkur hefur dreymt um í mörg ár!

Samband okkar Sigga byrjaði mjög hratt… Við byrjum saman í byrjun vetrarins 2007 og á einu ári erum við byrjuðað búa, búin að trúlofa okkur og eignast okkar fyrsta barn! Siggi átti svo einn gorm fyrir en hann var 4 ára þegar við byrjum saman. Við náðum aldrei að koma okkur alveg fyrir, vorum í leiguhúsnæði og lifðum alltof hátt. Þó við höfum ekki verið að spreða í utanlandsferðir og stór útgjöld þá hugsuðum við ekkert um peningana og hvarlaði ekki að okkur eitt augnablik að leggja fyrir!

Í miðri kreppu, ég í fæðingarorlofi og svo atvinnuleysisbótum. Þetta gekk ágætlega framan af en eftir því sem tíminn leið varð þetta erfiðara… Siggi vann myrkrana á milli á leigubíl til að geta fengið einhverjar tekjur, en gekk það hægt því eftir hrunið hætti fólk að taka leigubíl í jafn miklu mæli og innkoman því ekki mikil. Við vorum að bugast og áttum sjaldnast fyrir mat hvað þá meiru. Ef það hefði ekki verið fyrir foreldra mína sem keyptu föt og nauðsynjar á litla drenginn okkar, komu með mat til okkar og hjálpuð okkur í öllu veit ég ekki hvernig þetta hefði endað.

Að lokum buðu foreldrar mínir okkur að flytja til sín og eftir árs búsetu hjá þeim breyttu þau bílskúrnum sínum í íbúð fyrir okkur! Þvílíkir gullmolar sem ég á sem foreldra! Þegar við flytjum inn í litlu íbúðina okkar er ég ólétt af yngri drengnum okkar og kemur hann í heiminn 22.ágúst 2013.

Á þessum tímapunkti vissum við að við yrðum að nýta þetta tækifæri til fulls svo við gætum komist áfram í lífinu en ekki vera föst í foreldrahúsnæði að eilífu. Ég var í fæðingarorlofi og vissi ekki hvað ég myndi gera þegar því lauk …. Vinna í búð það sem eftir er? Nei ég hafði ekki áhuga á því, langaði að gera eitthvað meira við líf mitt.

Ég tók því þá áhvörðun að fara í skóla en ég var ekki með neina teljandi menntum fyrir utan grunnskólapróf og nokkra áfanga í framhaldskóla. Til að gera langa sögu stutta (segi ykkur kannski frá þessu ferli síðar) þá útskrifaðist ég með bs í tölvunarfræði vorið 2018! Þetta var erfitt og strembið ferli og hefði aldrei gengið upp ef við hefðum verið föst í heljargreipum leigumarkaðarins!

Okkur hefur í mörg ár dreymt um að kaupa íbúð. Til að byrja með var það fjarlægur draumur, sem ég í raun trúði ekki að gæti nokkurntímann ræst… En eftir því sem árin liðu og ég fór að sjá framá að útskrifast varð trúin sterkari og varð þetta að aðalmarkmiði okkar. Útskrifast –> fá góða vinnu –> kaupa íbúð!

Laugardaginn 3.ágúst síðastliðinn vöknuðum við snemma, settum dótið okkar inn í flutningabíl, keyrðum uppí árbæ og týndum það svo inn í íbúðina okkar! JÁ ÉG SAGÐI ÍBÚÐINA OKKAR! Ég verð hálf meir að hugsa til þess að þetta tókst, við eigum okkar eigin íbúð!! Þessi ár hafa verið rosalega erfið, en á sama tíma höfum við þroskast rosalega. Það er margt sem við höfum lært á þessari vegferð en það sem situr efst er þakklæti og hamingja.

Ég er svo þakklát fyrir foreldra mína sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendu til að stiðja við bakið á okkur og ég er hand viss um að án þeirra hefði þetta ekki gengið upp

Ég er svo þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum þessa erfiðu tíma því ég veit þeir kenndu okkur rosalega margt

Ég er svo þakklát fyrir Sigga minn sem hefur sýnt enga smá þolinmæði! Ég viðurkenni að ég er ekki einföld í umgengni þegar álagið og stressið er mikið… En alltaf stendur hann eins og stytta við hlið mér.

Ég er einnig þakklát fyrir allt fólkið okkar sem hefur stutt okkur og hvatt okkur áfram þegar tímarnir voru erfiðir.

Þetta tókst!

Þangað til næst – Kolla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s