Uncategorized

Uppskrift – Næstum því Subway kökur

Subway smákökur eru eitt það besta sem ég veit og hef ég eytt annsi miklum tíma í að fullkomna smákökuuppskrift sem kemst næst þvi að bragðast eins og þessar alræmdu smákökur.

Ég er komin ansi nálægt því og eru þessi uppskrift svakalega góð!

Það má svo algerlega láta hugmyndaflugið ráða og setja alskonar gúmmelaði út í kökurnar. Síðast þegar ég bakaði þær setti ég t.d 50/50 suðusukkulaði og nóa súkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Það má ennig setja hnetur eða kókosmjöl samanvið…. bara hvað sem ykkur dettur í hug!

Eitt trix þeggar kemur að bakstinum er að taka þær út þegar maður heldur að það eigi örlítið eftir. Þá verða þær mjúkar í miðjunni og svakalega djúsí!

Hér kemur svo uppskriftin!

200gr púðursykur

200gr hvítur sykur

200gr smjörlíki (Brætt)

2 egg

2tsk vanilludropar

400gr hveiti

2tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

200gr suðusúkkulaði

Aðferð

1. Þeytið saman sykur, púðursykur og smjörlíki þar til létt og ljóst

2. Bætið við eggjum, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið svo við vanilludropum

3. Hrærið þurrefnum saman i skál og bætið við.

4. Saxið súkkulaðið smátt og blandið saman við deigið

5. Notið teskeið til að móta litlar kúlur sem eru svo settar á bökunarplötu. Passið að hafa nóg bil á milli því þær koma til með að renna út í ofninum.

6. Bakið í 8-12 min. Tíminn fer eftir stærð hverrar köku og mæli ég með að taka þær út þegar þær líta út fyrir að vera nánast tilbúnar.

7. Þá er ekkert annað í stöðunni en að njóta, helst með ískaldri mjólk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s