Uncategorized

Ekkert að því að viðurkenna að þú þurfir hjálp við uppeldið

Þegar Úlfar Hrafn var yngri og fékk sína einhverfugreiningu vissi ég ekkert í hvaða ferðalag ég var að fara með honum. Ég vissi ekkert um einhverfu. Mér fannst hann erfiður en hann gat líka verið frekar meðfærilegur. Bara eins og mörg börn. Hann var með allskonar áráttur sem þurfti að halda í og var erfitt að komast yfir. Þegar hann fór síðan aðeins að eldast og þroskast fór mér að finnast hann aðeins auðveldari, ég var búin að læra inn á hann og hvernig ég gæti best hjálpað honum svo honum liði vel. 

Nú er hann orðinn 11 ára, hann er orðinn svona pre-teen, öll hormónin og allar rökhugsanirnar mættar í hús. Oh Sh*t… Viðurkenni að mér hefur aldrei fundist jafn erfitt að eiga einhverft barn eins og núna, það sem þetta tekur á taugarnar. Ég skammast mín ekkert fyrir að finnast þetta erfitt, til hvers ætti maður að gera það? Það gerir bara hlutina erfiðari. Ég lærði það snemma að það er ekkert að því að finnast þetta erfitt og þurfa hjálp. Tala nú ekki um að þurfa hvíld, bæði hann frá okkur og við frá honum.

Við erum komin á þann stað í dag og við þurfum hjálp. Hjálp við að tækla hann. Hann þolir minna og minna margmenni/fólk. Það er orðið hrein kvöl að koma mat ofaní hann, fæðutegundirnar fara minkandi mjög ört. Ég verð að passa mig rosalega mikið á að segja eða gefa ekki í skyn að við séum að fara að gera einhvað eða kaupa einhvað því ef planið breytist þá fæ ég ekki að heyra endann af því.

Að klippa táneglurnar hans, einhvað sem tók kannski 1 mín hér áður fyrr getur tekið alveg 10+ mín núna, afþví að hann á svo erfitt með þessa snertingu. Ég á erfitt með að þrífa herbergið hans því honum finnst ég vera að eyðileggja fyrirkomulagið hans, afþví að ég set dótið hans ofaní kassana. Dót sem er búið að vera lengi á sama stað og hann hefur ekki leikið sér með í nokkra daga, hann nefnilega gæti þurft það seinna og það er of erfitt að leita af því ofaní kassanum. Ég vanalega bíð eftir að hann fer til ömmu sinnar og afa í heimsókn til að þrífa allt inni hjá honum. Það er auðveldara að takast á við hann þegar hann kemur heim í hreint herbergi, en að takast á við hann á meðan maður er að þrífa. Það er líka auðveldara fyrir hann að verða ekki vitni af því. Hann má ekki verða vitni af því þegar ég kasta einhverju. Einhvað sem við myndum kalla rusl, en fyrir honum eru þetta mjög verðmætir hlutir sem hann á erfitt með að losa sig við. Ég hef þurft að bíða eftir að hann væri ekki heima til að henda umbúðum af nammi, umbúðir sem voru rifnar og tómar og engin not fyrir.

Hann þolir bræður sína takmarkað og kýs að vera heima hjá ömmu sinni og afa eins mikið og hann getur svo hann fái frið. Hann dýrkaði bræður sína þegar hann var yngri en nú sér hann oft rautt þegar hann sér þá. Bræður hans eru yngri en hann, og þessi í miðjunni er með ADHD og góðan skammt af því, sem Úlfar Hrafn höndlar illa. Hann á erfitt með að vera í kringum þessi læti í bræðrum sínum og lokar sig af inn í herbergi. Hann kemur oftast bara fram til að fara á klósettið eða skammast í bræðrum sínum yfir þessum látum. Hann getur oft orðið mjög leiðinlegur við þá, þegar ég segi oft þá meina ég svona 90 % tímans er hann leiðinlegur við þá. 

Hann vill alls ekki leyfa þeim að koma inn í herbergið sitt því þeir eyðileggja allt að hans sögn. Sem er ekki alveg satt, en fyrir honum er það satt. Þeir kannski færa einhvað aðeins um stað og þá finnst honum þeir búnir að skemma. Hann er búinn að raða upp dótinu sínu eftir einhverri formúlu sem við skiljum ekki og þannig á það bara að vera. Hann fer inn í herbergi hjá bræðrum sínum og leikur sér með dótið þeirra, og er alltaf velkomin þar inn. En ef það á að snúa dæminu við þá fer allt í rugl. Ég neyði hann stundum í að leyfa miðju bróðir sínum að koma inn í herbergi til hans og leika með dótið. 

Miðju bróðirinn er 6 ára og var farinn að taka upp þessa hegðun við yngsta bróðurinn sem er 3 ára. Við þurftum oft að skammast í honum fyrir að tala svona við bróðir sinn og  vera alltaf öskra á hann, og það var ekki fyrr en hann segir við okkur “en afhverju má Úlfar Hrafn vera svona við mig?” þegar við áttuðum okkur á hversu slæmt ástandið væri í rauninni.  Við þurftum að útskýra fyrir honum að Úlfar Hrafn er einhverfur og hvernig það virkar allt saman. Hann virtist skilja þetta og hefur hans hegðun skánað helling. Við segjum það líka við hann að Úlfar Hrafn má ekki vera svona við hann, en hann eigi aðeins erfiðara með að læra “rétta” hegðun.

Það er mjög erfitt að geta ekki skilið þá eftir eina í smá stund án þess að það séu rifrildi eða slagsmál. Ég er ekki að tala um að skilja þá eftir eina heima, heldur bara að skilja þá eftir í einu herbergi húsins á meðan ég er í öðru. 

Það er erfitt að geta ekki farið í bíltúr án þess að allt fari í háaloft því þeir geta ekki verið í sama rými lengi, jafnvel þessi smáspölur frá húsinu að bílnum getur tekið á. 

Það er erfitt að geta ekki sent þá saman í pössun einhvert því ég vil ekki leggja það á neinn annan að takast á við þá, því þeir eru svo erfiðir saman. 

Það er erfitt að að horfa upp á son sinn þola ekki bræður sína og horfa upp á þá yngri verða leiða yfir hegðun elsta. 

Það er erfitt að þurfa að neyða Úlfar Hrafn í að gera nánast allt og þurfa að “rífast” við hann um allt. 

Er ég að gera rétt með að neyða hann í að gera einhvað sem hann vill ekki ? Er ég að gera rétt með að leyfa honum að komast upp með marga hluti vegna þess að hann er einhverfur?

Ég veit það ekki og þess vegna þarf ég hjálp. Ég vil að honum líði vel og vilji vera partur af fjölskyldunni, það er sárt að vita að hann vill ekki vera hjá okkur. En ég veit líka að þetta er ekki einhvað sem hann ræður við, ég veit að hann er ekki að reyna að vera leiðinlegur. Ég veit að ég get fengið hjálp og aðstæðurnar geta orðið betri. 

Það að ég geti fengið hjálp er það sem heldur mér standandi uppréttri. Þó ég klári orkuna mína stundum og finnst ég ekki geta meir, þá veit ég að þegar ég fæ hjálp þá verður þetta betra. Ég þarf bara að vera þolinmóð.

Verum ekki hrædd að biðja um hjálp við uppeldið, við erum ekkert verri þó við getum ekki allt sjálf. 

Verum ekki hrædd að tala um það þegar við eigum erfitt, það er svo gott að vita að við erum ekki ein í þessari stöðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s