Við fórum með villingana okkar að týna hindber og brómber í sumar í gróðrarstöð ekkert svo langt frá okkur. Göinge Fridhem heitir staðurinn og er algjörlega æðislegur
Komum heim með 4kg af berjum, en ég náði ekki að sulta nema 2kg vegna þess að krakkarnir borðuðu rest!
En mig langaði ekki að gera bara venjulega sultu, var búin að gera það úr rifsberjunum úr garðinum, svo ég ákvað að prófa eitthvað öðruvísi og blandaði saman Hindberjum, Brómberjum og Jalapeno! Nammmm….
En framkvændin var nú ekkert svo flókin
2kg af berjum
2 jalapeno, niðurskorin. Við ákváðum að hafa fræin með líka.
1kg af sultusykri (sykur og pektín)
Ég byrjaði á að setja berin í pott og sjóða þau þar til þau voru orðin að mauki, smá vatn í botninn á pottinum, kanski 2 matskeiðar, bara til að koma suðunni af stað.
Þegar berin voru orðin heit notaði ég kartöflustappara til að merja berin og bætti þá niðurskornu jalapeno útí.
Ég lét þetta malla á lágum hita í ca 20. mínútur eða þar til ég var farin að finna jalapenobragðið.
Sigtaði þá blönduna og sauð upp hreint saftið aftur. (gleymdi að taka mynd… sorry)
Til að undirbúa krukkurnar setti ég þær á 90° í uppþvottavélinni og tók þær sjóðandi heitar og hellti sultunni strax í.
Lokið á, krukkan á hvolf og sultan látin kólna!
Með því að setja lokið á krukkurnar og hvolfa þeim næ ég að loftþétta þær og sultan geymist mikið lengur.
Verði ykkur vonandi að góðu 🙂