Uncategorized

Snemmbúin „midlife crisis“?

Ég hef verið að upplifa skrítar tilfinningar undanfarið. Ég veit ekki alveg hvað veldur því.. Kannski sú staðreind að við náðum risa stóru markmiði í lífi okkar þegar við keyptum okkur íbúðina, eitthvað sem við höfum unnið að í heila eilífð. Eitthvað sem sýndist ómögulegt til að byrja með en var það svo bara alls ekki …

En hvað tekur nú við? Hvað langar okkur að gera? Viljum við vera þar sem við erum akkúrat núna? Erum við sátt?

Mæta í vinnu 8 – 4, sækja börnin, fara í búð, skutla á æfingar, sækja á æfingar, elda matinn, aðstoða við heimalærdóm, ganga frá, setja strákana í rúmið, horfa aðeins á sjónvarpið, græja næsta dag, fara að sofa og byrja svo allt uppá nýtt daginn eftir …… Er þetta það sem við viljum?

Líður svolítið eins og ég sé að hlusta á sama lagið á repeat, sem ég btw geri mjög oft ef það er sturlað gott lag, en þetta lag er bara ekkert svo skemmtilegt. Það er smá partur af því sem hægt er að dilla sér við en restin er ekkert sérstaklega spennandi ….

Og hvað?

Er ekki kominn tími til að endurskoða hlutina og finna útúr því hvað við viljum gera við líf okkar. Viljum við halda áfram að hlusta á þetta lag eða viljum við finna eitthvað skemmtilegra lag, jafnvel nokkur svo við verðum ekki leið á að hlusta á sama lagið á hverjum degi. Elta okkar drauma, sem eru kannski ekki svo fjarlægir eftir allt saman…. Það er nefnilega ýmsilegt sem okkur hefur langað að gera en það hefur einhvernveginn ekki verið í boði. Því við vorum að vinna að öðru markmiði sem þurfti alla okkar athygli og einbeitingu svo hægt væri að ná því. En hvað nú? Er ekki akkúrat rétti tíminn til að fara að hugsa um hvað við viljum gera næst?

Við höfum mikið pælt undanfarið og rætt hvað það er sem við viljum gera. Hver er næsti draumur? Við áttuðum okkur nefnilega á því skyndilega að lífið þarf ekki að vera inní fyrirfram áhveðnum kassa, það má dreyma og leyfa þessum draumum að rætast. Hvað gerist næst er stór spurning sem hefur í raun ekki ennþá verið fyllilega svarað en við eigum okkur drauma og næsta skref er að vinna hart í að láta þá rætast…

Við getum gert allt sem okkur langar… Í ALVÖRU!

Þangað til næst ..
-Kolla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s