Uncategorized

Innsent blogg – Kæri aðstandandi

Ég er foreldri unglings í vanda, ég er foreldri sem hefur barist við „kerfið“ svo árum skiptir. Ég er foreldri unglings með venjulega unglingaveiki, með greiningar, sem fiktar í eiturlyfjum sem passar ekki alveg inn í „normið“. Ég er foreldri sem hef gert mörg mistök, ég er foreldri sem hef gert margt mjög gott, ég hef barist, grátið, hlegið og allt þar á milli.

Kæri aðstandandi, ég vil þakka þér fyrir að vera til staðar, en ég vil koma með vinalega ábendingu.

Sem aðstandi ert þú mjög mikilvægur einstaklingur í lífi unglingsins míns og einnig í mínu lífi. Ég veit að þú vilt okkur vel og að þú skiljir ekki hvað við erum að fást við daglega, þú munnt aldrei skilja það. Það er engin ástæða til að draga það í efa, þú munnt aldrei skilja það og þú verður að sætta þig við það og standa með okkur utanfrá.

Afhverju segi ég að þú munir ekki skilja, jú það er vegna þess að þú ert ekki inni á okkar heimili alla daga, þú ert ekki í skólanum, hjá læknunum, sálfræðingum og öðru fagfólki. Þú ert ekki á staðnum þegar losnar um örvæntinguna og erfiði dagsins. Þegar heimilið verður að vígvelli og síðan niðurbrotið á eftir.

Já afhverju lýsi ég þessu ekki fyrir þér, það er vegna þess að oft þá á ég ekki nein orð eftir. Ég er búin að tala við læknana, sálfræðingana, fjölskylduráðgjöfina, BUGL, nokkur símtöl á dag frá skólanum, ég hef þurft að fara úr vinnu í skólan, einn daginn var það 3 ferðir í skólann sama daginn. Ég bið þig bara um að trúa mér þegar ég segi að vikan hefur verið erfið, taktu frekar utanum okkur. Frekar en að fara fram á nákvæma útlistun á því sem gengið hefur á. Vertu til staðar til að sitja og þegja með mér þegar orðin eru búin, vertu til staðar til að hlusta þegar ég þarf að tala, ég er ekki að leita að lausnum þá heldur er ég að losa út alla flækjuna. Ég veit vel að þú hefur ekki lausnina, ekki frekar en einhver annar.

Ekki segja við mig, já hann er bara unglingur eða hún verður að fara að hlýða þér. Unglingurinn minn er ekki bara unglingur. Unglingurinn minn er venjulegur unglingur með öllu sem því fylgir, unglingurinn minn glímir við ákveðinn vanda og óskar sér einskins annars en að vera eðlilegur unglingur. Hvað sem það nú er, en já vera í „norminu“. Einn vandin er fikt við eiturlif í leitini að fá viðurkenningu, tilheyra hóp, vera normal. Með því að deyfa þessa persónu sem heftir það sem unglingurinn vill vera.

Önnur ástæða fyrir því að ég segi þér ekki nákvæmlega frá lægðunum okkar er að unglingurinn minn á rétt á einkalífi. Á rétt á því að aðrir fá ekki að vita af erfiðustu áskorununum, verstu kösstunum, þegar húsgögn velta, hlutir fljúga og jafnvel kemur til átaka. Unglingnum mínum líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir útrás, og vill þá ekki að verið sé að flagga því. Ef ég segi þér frá eins og þú hefur óskað eftir, ekki draga orð mín í efa. Það sem ég segi þér mun aldrei ná að lýsa ástandinu sem var, þú færð fegraða útgáfu. Ekki bregðast við og segja mér: hún er alltaf svo góð hjá mér eða hann er alltaf svo kurteis og ljúfur. Ég veit að unglingurinn minn á frábærar, fallegar, góðar og yndislegar hliðar og það eru hliðarnar sem þú færð að sjá. Það eru hliðarnar sem ég fæ afar sjaldan að sjá. Stundirnar sem ég held upp á og fagna.

Ekki hlaupa upp í vörn þegar ég kem þér á óvart með að segja þér frá því að við áttum hræðilegann dag. Ef þú villt ekki svarið ekki spyrja. Ef þú villt vera til staðar, en bara svona til hliðar og bara vita það góða, segðu mér það þá, þá sleppi ég því að leita til þín þegar ég þarf á því að halda. Þá leita ég annað, og það er allt í lagi. Hefur þú áhyggjur af unglingnum mínum, ekki bera það innra með þér, tilkynntu það, mér, barnavernd, lögreglu, mér er sama og ég þakka þér það síðar. Ég lít á það sem hjálp þegar yfirvöld sinna eftirliti vegna tilkynninga, kerfið er því miður brotið og eftir því sem fleyri tilkynningar koma eru meiri líkur á að ég og unglingurinn minn fáum hjálp.

Viljir þú vera meira til staðar en þú ert núþegar, þá verður þú að leggja á þig smá vinnu. Þú verður að fræðast um þær greiningar sem við erum að fást við. Því það sem þú veist þegar um greiningarnar eru oftar en ekki það sem gert er grín að, það eru einkenni sem oftast eiga við um minnihluta þeirra með greiningarnar. Þótt þú þekkir einn einstakling með sömu greiningu er ekki samasem merki um að þú þekkir röskunina því það er engin eins.

En það er einmitt það sem allur minn tími fer í að hjálpa mínum ungling á „rétta“ braut, að læra á sínar takmarkanir og takast á við þær. Að komast í gegnum þessi erfiðu unglingsár án vímugjafa. Að klára nám, læra á lífið og fara svo frjáls út í lífið þegar fullorðinsárin taka við með nýjum áskorunum og úrlausnarefnum.

 

Kæri aðstandandi, takk fyrir að vera til staðar og ég bið þig að hugleiða þessa vinalegu ábendingu.

 

Kveðja foreldri unglings í vanda.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s