Uncategorized

Ný uppeldisaðferð sem virkar fyrir okkur

Í síðasta bloggi, https://manalifstill.blog/2019/08/14/ekkert-ad-thvi-ad-vidurkenna-ad-thu-tharft-hjalp-vid-uppeldid/ , skrifaði ég um að okkur vantaði hjálp með hegðunina hjá sonum okkar. Ég hef alltaf verið aðal uppalandinn á heimilinu, þar sem pabbi strákana hefur alltaf unnið langa vinnudaga. En núna er þetta öfugt, ég er útivinnandi og hann heima því hann er í sjúkraleyfi. Hann hefur svo miklu betri tök á strákunum en ég hef nokkurn tímann haft. Ég er mjög fljót að gefa eftir og strákarnir vita alveg hvernig þeir geta stjórnað mömmu sinni. Maðurinn minn hefur ekki alltaf haft svona góð tök á þeim, hann gat verið fljótur að missa þolinmæði og fljótur að segja nei því það hentaði honum betur. Þegar við fórum að taka eftir að strákarnir áttu við einhver hegðunarvandamál að stríða fór minn maður á fullt að finna upplýsingar um allskonar uppeldisaðferðir. Hann hlustar á fyrirlestra og les. Hann hefur mest verið að hlusta á sálfræðing sem heitir Jordan Peterson og fór að prufa að nota hans aðferðir á strákana, þær aðferðir sem honum fannst henta okkur. Ég bað manninn minn að setjast aðeins niður og útskýra hvað hann gerir:

Ég byrjaði á að fylgjast með hegðun strákanna og koma auga á hver uppruni „neikvæðrar hegðunar“ væri, því það er alls ekki augljóst í mörgum tilfellum. Fljótlega fór ég að sjá „neikvætt hegðunar mynstur“ birtast hjá þeim þremur, bæði á milli þeirra bræðrana og einnig í samskiptum við okkur foreldra og víðar. Viðvarandi vandamál hefur verið (og er enn, en ekki jafnstórt) að fá strákana til að sitja í sama rými eins og t.d. í bíl lengur en 15mín, án þess að kítast, stríða, meiða eða öskra. Strákarnir eru hver á sínu þroskastigi. 11, 6 og 3 ára, +tvær röskunar greiningar og heldur þröngur bíll er ekki að hjálpa þegar til vandræða kemur.
Ég ákvað að byrja að takast á við æsing/reiði strákana þegar þeir öskra og væla til að reyna að fá sínu framgengt. Ekkert er hægt að gera nema að þeir nái að róa sig svo hægt sé að eiga samræður. Ég útskýri þetta og fæ þá til að setjast á stað sem hefur eins fáa hluti til að dreifa athygli þeirra. Það getur verið á ganginum í íbúðinni eða að horfa út um sitthvorn gluggann ef við erum í bílnum.
Til er ætlast að þeir einbeiti sér að róa sig niður. Eftir að þeir eru búnir að taka þann tíma sem þeir þurfa til að róa sig, þá er hægt að spurja hvert vandamálið sé. Ef þeir byrja að verða æstir aftur, þá minni ég á þá að þeir þurfa að halda ró sinni svo hægt sé að tala saman og leysa hvað sem hefur komið uppá.
Oftar en ekki, þá er þetta einhverskonar deilumál að einhver fór að leika sér með dót sem annar „var alveg að fara að nota“ eða „var að nota áðan“.
Ég kalla til mín þann sem sýnir „neikvæðari hegðunina“ því það þarf að skilja þá að sem eiga í ágreining og ef ég tek æstari aðilann, þá róast allt fyrr. Eftir þeirra útskýringar þá spyr ég (hvort sem viðkomandi er „gerandi“ eða „þolandi“) hvort þeirra viðbrögð hefðu verið réttu viðbrögðin.
Ef svarið er „já“, þá útskýri ég að þetta hafi ekki verið rétt viðbrögð og bendi á hvað sé betra að gera í þessum aðstæðum.
Ef svarið er „nei“, þá útskýri ég að þetta hafi ekki verið rétt viðbrögð og bendi á hvað sé betra að gera í þessum aðstæðum. Eftir þetta, þá tala ég við hinn aðilann eða báða sem í ágreining eiga og fer yfir málið og útskýri fyrir þeim áhyggjur og/eða skoðanir hins aðilans svo þeir skilji sjónarhól hvors annars.
Þetta eru mjög einföld formúla fyrir þá að fylgja :
Ef þeir geta ekki leyst vandamál á milli sín án þess að öskra, meiða eða stríða, þá á að leita til foreldra sem mun taka málið til skoðunar og við „dæmum“ í málinu eftir að hafa fengið lýsingu á vandamálinu frá báðum hliðum.
Eftir „málaferli“ eru ekki allir endilega hæst ánægðir, en enginn fer grátandi frá viðræðunum því þeim er gert grein fyrir hvað sé réttlátast hverju sinni að okkar mati og viðræðum ekki slitið fyrr en allir eru amk búnir að sættast á við „úrskurðinn“. Það er mjög gagnlegur eiginleiki að geta haldið aftur af sér þegar reiði byrjar að mjaka sér uppá yfirborðið. Í bræði getur maður gert og sagt ótrúlegustu hluti. Ef maður andar rólega og hugsar málið frá öllum hliðum myndi ég halda að maður ætti besta möguleika að ná einhverskonar málamiðlun eða jafnvel finna nýja lausn sem áður höfðu þeim ekki endilega dottið í hug. Þetta er hellings vinna að koma svona kerfi á. En bæði held ég að þetta sé rosalega gott og mikilvægt fyrir þá að læra, og þá sérstaklega uppá framtíðina að gera. Það sem hjálpar mér er að ég (af sögn annarra) er rosalega þrjóskur. Þar sem ég reyni að vera eins 100% samkvæmur sjálfum mér og ég get. Þegar ég segji „nei“ eða „já“ þá er það bara þannig. Eins lítil „grá svæði“ og hægt er að komast upp með.

Eftir að vera búinn að vinna í þessu nokkuð jafnt og þétt síðustu mánuði er heimilislífið búið að batna helling fyrir alla.
Nánast búið að útrýma óþarfa öskrum,óþarfa rifrildum og ósætti þurfa sjaldnast að fara til „dómstóla“ (mín og/eða Olgu). Ef til þess kemur að eldri strákarnir geta ekki leyst málið á milli sín og þeir koma til mín með vandamál, þá er ég farinn að láta þá tala saman og ég leiðbeini þeim í gegnum hvað þurfi að gera svo þeir geta sæst á hvað á að gera, því þeir eru búnir að fara í gegnum þetta kerfi margoft og hafa alla þekkingu til að vinna úr málinu.

Eins og maðurinn minn skrifaði þá hefur þessi aðferð gjörbreytt ástandinu síðastliðna mánuði. Það eru ekki jafn mikil öskur og rifrildi og þeir virðast geta leikið sér betur saman. Maðurinn minn sér oftast um að ræða við strákana þegar einhvað kemur uppá, ég hef minni þolinmæði í svona umræður en hann. Það hentar mér mjög vel, hann sér um þetta á meðan ég sé um einhvað annað, við erum dugleg að skipta verkum á milli okkar. En ef hann hefur ekki orku einn daginn þá tek ég þessa umræðu að mér. Það sem mér finnst virka best er að sá aðili sem er í betri andlegri stöðu í því augnabliki sem einhvað kemur upp á, tekur að sér að ræða við strákana, því það er lang best og besta niðurstaðan ef allir eru rólegir. Við höfum tekið eftir því hvað það breytir miklu að ræða við strákana í stað þess að skipa þeim fyrir og skamma.

Þetta hefur gengið svo vel hjá okkur að mig langaði að deila þessu með ykkur. Ef þið hafið áhuga á að vita einhvað meira um þetta þá bara endilega sendið mér skilaboð á Facebook eða Insta. Svo getið þið líka googlað Jordan Peterson og horft á fyrirlestrana hans.

Ef þið eigið í vandræðum með börnin ykkar eins og við, þá endilega takið ykkur tíma í að læra þessa aðferð og notist við hana. Hún virkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s