Núna þegar við erum svona extra mikið heima finnst mér æði að bjóða krökkunum uppá eitthvað ný bakað í kaffitímanum og ekki skemmir fyrir að gera stóra uppskrift og henda kökusneiðum og snúðum í frystinn til að taka með sér í lautarferð út í garð eða í göngutúr.
En ekki má gleyma mömmunni og pabbanum.
Þegar við bjuggum á íslandi var uppáhalds laugardagsmönnsið okkar Konna mjólk og græna kakan úr 10-11.
Við höfum svo oft talað um að finna uppskriftina og hvað við værum nú til í Grænu kökuna en einhvernegin aldrei látið verða af því fyrr en núna.
Svo hér er hún… loksins 😀 Og hjálpi mér hvað hún er góð!
Græna kakan – Græn möndlukaka með súkkulaðiglassúri
250gr Hveiti
250gr Smjörlíki
250gr Sykur
2 Egg
1tsk Lyftiduft
1msk Grænn matarlitur (Má sleppa)
ca.1tsk Möndludropar
2 dl Sjóðandi vatn
Hrærið smjörlíkið þar til það er orðið lint, bætið þá sykrinum við og þeytið vel
Bætið við eggjunum, einu í einu og þeyta vel á milli.
Næst möndludroparnir og matarliturinn. Það má vel auka eða minka magnið af möndludropunum, algjörlega eftir smekk hvers og eins.
Sigtið því næst saman hveiti og lyftiduft og bætið því við deigið til skiptis við sjóðandi vatnið.
Hellið í vel smurt, hveitistráð form, og bakið við 180°C í ca 45 mínútur.
Ég gerði svo bara einfalt súkkulaði glassúr og hellti yfir kökuna.
1 bolli flórsykur
1msk kakó
vatn (veit aldrei hversu mikið ég set, ég vil hafa kremið frekar þykkt.