Uncategorized

Himneskar mjúkar saltkringlur

Ég eeeeeeeelska saltkringlur og leitaði lengi að hinni fullkomnu uppskrift þegar ég rammbaði á þessa.
Ég man satt best að segja ekki hvaðan hún er, prentaði út uppskriftina en upprunalega síðan fylgdi því miður ekki með á útprenntuninni.
Hún er einfölld, tekur engann tima og það er hægt að gera svo mikið við hana. Bæta til dæmis við kryddum, hvítlauk og rifnum osti og þá ertu komin/kominn með hið fullkomna brauð með matnum.

Í kringlurnar þarf

1 og 1/2 bolla volgt vatn (Ekki heitt eða sjóðandi)
2 og 1/4 tsk þurrger
1 tsk salt
1msk púðursykur
1msk smjör eða smjörlíki
3 og 3/4 bollar hveiti.
Gróft salt


Aðferð:


Blandið volgu vatninu og gerinu saman í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum þar til gerið hefur blómgast (byrjað að freyða)
Bætið þá saltinu og smjörinu við og blandið létt.
Þar næst er hveitinu bætt við, einum bolla í einu, þar til deigið er orðið þykkt. Bætið við 3/4 bolla af hveiti eða þar til deigið er hætt að klístrast.
Hnoðið nú deigið á borði í 3 mínútur og búið til úr því kúlu. Setjið kúluna í olíuborna skál og látið standa í 10 mínútur.
Kveikjið nú á ofninum á 210 blástur og gerið bökunarplötuna tillbúna með smjörpappír eða fjölnota bökunarörk.
Skiptið deginu næst í 10-12 parta.
Takið hvern part og rúllið í langa ræmu. Leggið einn endann yfir hinn og myndið lykkju, þið vitið, þessa tíbísku saltkringlulykkju.
Því næst er deginu skellt í matarsódabað (9 bollar vatn og 1/2 Dl matarsódi) í 20-30 sekúntur. Það er mikilvægt að þær liggi ekki lengur en í 30 sekúntur því annars kemur járnbragð af brauðinu. Einnir er mikilvægt að láta sem mest vatn renna af kringlunni áður en hún er löggð á bökunarpappírinn.
Stráið því næst salti eða kryddi á kringlurnar og beint inní oft.
Í uppskriftinni stendur að baka eigi kringlurnar í 12-15 mínútur en persónulega finnst mér þær þá verða of dökkar svo ég læt duga að baka þær í 10 mínútur.

Njótið vel!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s