Uncategorized

Leitin að upprunanum- Sagan hennar mömmu

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með þáttum eins og Leitin Að Upprunanum, og oft pælt í því hvernig það sé að vera í þeirra sporum. Hvernig er tilfinningin að fá að vita að maður eigi annað foreldri? Ætli foreldrið sé á lífi? Veit það af manni? Eru líkindi? Eru fleiri systkini?

Mamma 4 ára

Mig grunaði ekki að ég yrði einhvern tímann í þessum sporum, ekki ég sjálf persónulega, heldur móðir mín. Þegar mamma var ung, eða 15 ára, sagði amma mín henni að afi væri ekki blóðfaðir hennar. Áður en ég held áfram langar mig aðeins að segja frá mömmu. Mamma er mjög opin og jákvæð kona. Sem barn var hún frekar villt, hún var sögð mjög uppátækjasöm og fyrirferðamikil, hún hefði verið greind með ADHD ef þekking hefði verið til staðar. En í þá daga var hún frekar flokkuð sem óþekktarormur. Hún hefur í raun ekkert breyst nema kannski að hún er ekki lengur óþekktarormur. Mamma tekur öllu með opnun hug og er ekki að velta sér of mikið upp úr hlutunum, henni finnst það óþarfi og ætli það sé ekki einn af hennar bestu kostum.

Mamma 16 ára

Þegar amma segir henni að hún sé rangfeðruð og að blóðfaðir hennar sé færeyjingur, finnst mömmu það mjög spennandi. Henni fannst spennandi að vita að hún væri hálfur færeyjingur. Amma mundi nafnið á blóðfaðir mömmu og sagði henni það. Mamma, þessi orkumikla og jákvæða unga dama, skrifaði á allt sem hún gat; Hrafnhildur Thorleif Olsen, vegna þess að henni fannst þetta allt bara svo rosalega spennandi. Á þessum tíma var í raun ekkert hægt að gera, hún gat ekkert leitað því að tæknin var ekki til staðar svo hún pældi ekki mikið meira í þessu.

Mamma 30 ára

Þegar mamma er komin yfir þrítugt dregur amma það til baka að hún sé rangfeðruð, ömmu fannst mamma svo lík afa að það gæti ekki annað verið en að hann væri blóðfaðir hennar. Þar sem mamma hafði lítið pælt í þessu í öll þessi ár þá sagði hún bara „já, kannski“. Amma sagði mömmu frá þessum færeyjing og hvaðan hann var og allt sem hún vissi um hann. Þetta var allt einhvað svo skrítið, mamma var rangfeðruð þegar það hentaði ömmu. Mamma vissi aldrei hverju hún ætti að trúa svo hún pældi ekki mikið í því sem amma sagði. Hún reyndi einhvað aðeins að googla þennann mann, bara því henni langaði að sjá myndir. En allt kom fyrir ekki og hún fann ekkert.

Það var ekki fyrr en mamma er orðin 55 ára þar sem hún fer að pæla í þessu af einhverri alvöru. Það kom meira og meira upp í huga hennar hvort það gæti verið, gæti verið að hún væri rangfeðruð. Og einn daginn ákveður hún að fara í DNA. Hún pantar sér kitt frá MyHeritage og sendir inn DNA úr sér og afa. Hún beið, meira spennt en einhvað annað, eftir svari sem kom loks eftir nokkrar vikur. Hún var loksins komin með niðurstöðurnar, hún var rangfeðruð.

Þegar hún var búin að fá svarið lét hún okkur vita. Hún lét líka ömmu vita og amma sagðist vita það, að hún hefði alltaf vita það.

Það var í júní 2019 sem mamma fær niðurstöðurnar. Ég fór á fullt að leita að blóðföður mömmu, blóðafa mínum. Mikið sem mér fannst þetta spennadi, enda dóttir móður minnar. Ég fór inn á aðganginn hennar mömmu á MyHeritage og skoðaði þar alla sem voru einhvað skyldir mömmu. Eftir að hafa leitað í þrjá mánuði, bæði með að googla og á facebook, fattaði ég loksins að adda mér í grúbbu fyrir færeyjinga á facebook. Ég skrifaði þar að ég væri að leita af blóðafa mínum og vissi í raun ekki mikið um hann og spurði hvar væri best fyrir mig að finna upplýsingar um fólk frá Færeyjum.

Mamma í Færeyjum árið 1989, áður en hún vissi að hún væri hálfur færeyjingur.

Í september 2019, þann 2. september nánar tiltekið, þá addar maður mér á facebook. Ég þekkti ekki þennan mann en þar sem hann var frá Færeyjum ákvað ég að samþykja hann og sendi svo á hann og spurði hvers vegna hann hefði addað mér. Hann segir mér þá að hann sé blaðamaður frá Færeyjum sem hefði áður hjálpað fólki að finna ættingja sína. Ég sagði honum allt það sem ég vissi nema ég hélt því fyrir mig þeirri staðreynd að blóðafi minn hefði flutt til Noregs síðar í lífinu, því ég vildi hafa einhvað fyrir mig til að vera viss um að hann væri búinn að finna rétta manninn, ef hann myndi finna hann.

Þann 6. september 2019 fæ ég símtal frá blaðamanninum, hann taldi sig vera búinn að finna blóðafa minn. Honum tókst að komast í samband við gamlan vin hans blóðaafa míns og sá maður sagði að blóðafi minn hefði tekið upp annað eftirnafn þegar hann varð eldri, eftirnafn stjúppabba síns þar sem það var ekkert samband á milli blóðafa míns og föður hans. Því miður var blóðafi minn látinn svo við gátum ekki talað við hann, en við fengum allar þær uppslýsingar sem við þurftum til að finna konu hans og börn á facebook. Hann meira að segja sagði mér að blóðafi minn hefði flutt til Noregs síðar í lífinu og þá var ég nokkuð viss að rétti maðurinn væri fundinn.

Eftir símtalið frá blaðamanninum hringdi ég í mömmu og tilkynnti henni að hún ætti líklega þrjá bræður í viðbót, í viðbót við þessa fimm sem hún átti á Íslandi, og að hún ætti eina systir. Systir, mamma hafði aldrei átt systir og nú loksins, á fullorðinsárum á hún kannski systir í fyrsta skipti á ævinni. Ég ákvað að senda á elsta bróðirinn í Noregi og útskýra fyrir honum, ég vonaðist eftir svari sem fyrst.

Frá vinstri: Marius, Theresa, André og mamma

Daginn eftir, heilum sólahring eftir, þann 7. september gat óþolinmóða ég ekki beðið lengur svo ég ákvað að senda frekar á systurina. Ég hugsaði að kannski væri elsti bróðirinn ekki oft að skoða skilaboð og það virtist vera sem að systirin væri mikið á facebook. Ég hafði rétt fyrir mér, hann var ekki oft að skoða skilaboð en hún svaraði samdægurs. Hún varð hissa en sem betur fer varð hún líka spennt, henni sjálfri hefði líka langað til þess að eiga systir. Við töluðum aðeins saman og hún pantaði sér strax kitt frá MyHeritage. Nú hófst biðin eftir kittinu sem kom svo þann 11. september og var sent út sama dag.

Við töluðum saman og sendum á milli myndir, við vorum báðar nokkuð vissar um að við værum skyldar. Mamma og blóðafi minn voru svo lík. Við biðum öll spent eftir niðurstöðunum og þann 28. september fékk ég senda mynd frá systir mömmu, og texta sem stóð „Hæ Olga! Við erum skyld ❤ Niðurstöðurnar komu í dag“. Á myndinni stóð nafn mömmu og systir hennar og það stóð að þær væru hálfsystir. Þvílíka hamingjan.

Thorleif, blóðfaðir mömmu og mamma
Mamma og Theresa.

Ég fékk þessi skilaboð kl 10:25 á sænskum tíma sem þýddi að það var enn snemma morguns á Íslandi, já alla vega snemma fyrir mömmu þar sem hún var enn sofandi þegar ég hringi og segi henni fréttirnar. Ég man svo vel eftir þessi samtali. Hún reyndar svaraði ekki í sinn síma þar sem hún var enn sofandi og þar sem ég var svo óþolinmóð og vissi að stjúppabbi minn væri sko löngu vaknaður ákvað ég að hringja í hann og láta hann vekja mömmu. Hann gerði það og rétti henni símann, ég sagði henni með brosið út að eyrum „mamma, þú átt systir!“.

Loksins, loksins gátum við hætt að leita, gátum hætt að velta fyrir okkur hvar/hvernig þau væru. Nú loksins gátum við bara spurt þau, gátum hitt þau. Og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Í lok október fórum við mamma saman í ferðalag, ferðalag sem myndi breyta öllu. Við vorum á leið að hitta fjölskyldu okkar í fyrsta sinn, mamma var að fara að hitta systkini sín í fyrsta sinn.

André og ég

Þegar við komumst á leiðarenda, báðar með hjartað nánast í buxunum af stressi og spenning, áttuðum við okkur á því að við þurftum alls ekkert að vera svo stressaðar því á móti okkur tók yndislegt fólk með opnum örmum. Konan hans blóðafa míns er svo mögnuð kona, hún hefði getað neitað að hitta okkur en það gerði hún ekki, hún vildi kynnast okkur og það fyrsta sem hún gerði var að taka í hendurnar á mömmu og segja „Vá, þú ert alveg eins og hann. Það er bara eins og ég sé að að horfa á hann“. Okkur leið nánast strax eins og við höfðum þekkt þetta fólk allt okkar líf. Mömmu leið eins og hún væri loksins komin heim.

Frá vinstri: André, mamma, Theresa

Svona í lokin langar mér að segja ykkur frá því hversu magnaður heimurinn er og hvernig lífið virkar. Mér hefur langað til þess að skrifa þessa sögu í langan tíma en hef einhvern veginn aldrei komið mér í það. En í dag, allt í einu í miðju prjóneríi ákvað ég að byrja að skrifa. Ég sendi á frænku mína til að fá leyfi fyrir að setja inn mynd af blóðafa mínum og þeim í þetta blogg. Hún gaf mér leyfi fyrir því og sagði mér svo að í dag hefði hann átt afmæli. Mér leið eins og þetta væri einhverskonar tákn, tákn fyrir því að ég átti að skrifa þessa sögu.

Til hamingju með daginn elsku blóðafi minn, vildi óska þess að ég hefði kynnst þér því ég er viss um að við hefðum náð vel saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s