1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
½ dl heil linfræ
1 dl maíshveiti (ég nota þetta hér https://www.risenta.se/produkter/majsmjol-400-g/ )
½ tsk salt (má sleppa, sérstaklega ef maður stráir salti yfir hrökkið)
½ dl góð olía (ég nota rapsolíu eða ólívuolíu)
2 dl sjóðandi vatn
Flögusalt til að strá yfir, eftir smekk
Blandið öllum þurrefnunum í skál, hrærið samanvið olíunni og vatninu og látið standa í 15 mínútur áður en þið dreifið blöndunni á bökunarplötu
Mér þykir best að dreifa úr blöndunni á milli tveggja laga af smjörpappír, blandan er mjög klístruð annars og svona nær maður hrökkinu þunnu og extra stökku. Muna bara að taka efri bökunarpappírinn af áður en maður bakar (já ég tala af reynslunni þarna)
Stráið salti yfir blönduna og bakið í 90 mínútur.
· Ekki vera hrædd við að prófa önnur fræ eða aðrar fræblöndur.
Ég á alltaf blönduð fræ inni í skáp og geri hrökkið oft bara beint úr því.
Chia fræ, sesamfræ, linfræ, graskersfræ, sólblómafræ virka líka mjög vel.