Kolbrún

Ég heiti Kolbrún en er alltaf kölluð Kolla. Ég er 30 ára trúlofuð móðir og bý í Mosfellsbænum. Ég og Siggi(unnusti minn) eigum samtals 3 börn en við eigum 2 saman, Jóhann Bjart 5 ára og Gunnar Dag 10 ára. Ég var svo heppin og fékk eitt barn í bónus þegar ég og Siggi byrjuðum saman en hann heitir Fannar Máni og er 15 ára.

Dregirnir mínir!

Það er aldrei róleg stund heima hjá okkur enda nóg að gera með alla þessi orkumiklu drengi og já ……. það er sko nóg af orku til hjá þessum drengjum okkar!

Ég er tölvunarfræðingur að mennt en ég starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá íslensku fyrirtæki sem heitir Tern Systems og hannar hugbúnað fyrir flugumferðastjórn bæði á íslandi og erlendis.

Mitt helsta áhugamál er handavinna en ég prjóna mikið og elska að hanna og búa til alskonar hluti! Ég kem án efa til með að sýna ykkur eitthvað frá því þegar fram líða stundir.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en það er hellingur að gerast hjá okkur fjölskyldunni næstu vikur og mánuði og ég hlakka svo til að deila því með ykkur!

Þangað til næst…

Kolla