Olga Rut

Vitið þið hvað er fáránlega erfitt að byrja svona kynningar pósta?
Það er allt einhvað svo asnalegt að segja, sæl og blessuð, komið þið blessuð og sæl, hæhæ, hvernig byrjar maður eiginlega svona pósta.

Ég held ég hendi mér bara í kynningu, engin upphafsorð.

 

Ég heiti Olga Rut og er Kristinsdóttir.
Ég er fædd árið 1988 og bý í Svíþjóð með manni mínum og börnum.
Ég á þrjá syni, Úlfar Hrafn (2008), Hrafnkell Óttar (2013) og Birnir Jaki (2016).
Maðurinn minn heitir Þórður Grétar og erum við búin að vera saman síðan 2005.
Við fluttum til Svíþjóðar árið 2017 og líkar mjög vel hér.

Ég elska að tala við og umgangast fólk og hef mikla tjáningarþörf. Ég er orkumikil og ljúf persóna sem er oftast trúðurinn í hópnum.

Ég á fullt af systkinum, þarf alltaf að telja upp hvað ég á mörg því ég man það aldrei, en þau eru 11 samtals, allt hálf eða stjúpsyktini.

Strákarnir mínir eru allir sérstakir á sinn hátt og þið munið fá að kynnast því seinna.

Á þessari bloggsíðu mun ég skrifa um allskonar skemmtilegt, reynslusögur, móðurhlutverkið og margt fleira. Ég vona að ykkur finnist jafn skemmtilegt að lesa eins og mér finnst skemmtilegt að skrifa.

Mér finnst jafn erfitt að enda svona pósta eins og að byrja þá, þannig ég segi bara, þangað til næst, bless, bæ, bæjó, hejdo!