Ég vildi að ég gæti lýst því í orðum hvað ég er glöð og þakklát í hjartanu þessa dagana en loksins, LOKSINS erum við fjölskyldan komin á þann stað sem okkur hefur dreymt um í mörg ár! Samband okkar Sigga byrjaði mjög hratt... Við byrjum saman í byrjun vetrarins 2007 og á einu ári erum… Halda áfram að lesa Þetta tókst!
Albert Haraldur og einhverfuheilinn hans
Hljómar svolítið eins og titill á barnabók.... hver veit, kanski skrifum við saman bók einn daginn! En Albert Haraldur fékk sína einhverfugreiningu rétt fyrir 6 ára afmælið sitt. Við byrjuðum að leita okkur aðstoðar þegar hann var 3 og hálfs árs vegna þess að okkur foreldrunum fannst hann ekki haga sér alveg eins og jafnaldrar… Halda áfram að lesa Albert Haraldur og einhverfuheilinn hans
Hættið að segja að ég sé að dekra hann
Sonur minn er einhverfur. Æji muniði, hann er eitt af þessum menguðu afkvæmum sem Jakob Frímann talaði um. Hann heyrir hluti betur en aðrir, hann finnur fyrir snertingu á annan hátt en aðrir, hann sér heiminn öðruvísi en aðrir og hann upplifir lífið öðruvísi en aðrir. Hann á erfitt með margmenni og búðarferðir. Hann þarf… Halda áfram að lesa Hættið að segja að ég sé að dekra hann
Sonur minn er ekki mengaður.
Jakob Frímann segir að ég sé með menguð egg, að maðurinn minn sé með mengað sæði, að sonur minn sé mengaður. Eins og ég hef skrifað um áður á ég einhverfan son. Samkvæmt Jakobi er það mér og manninum mínum að kenna að sonur okkar sé einhverfur, því við erum menguð. Er maðurinn ekki í… Halda áfram að lesa Sonur minn er ekki mengaður.
Magaermi
Ég hef alla mína tíð barist við viktina eða alveg frá því ég var unglingur. Hægt og rólega hef ég þyngst en mesta aukningin var þó þegar ég var ólétt í fyrra skiptið en þá þyngdist ég um 30kg. Síðan þá hef ég barist við að losna við öll þessi aukakíló en ekkert gengur. Ég… Halda áfram að lesa Magaermi
Kolla!
HÆ! Ég vildi fá að kynna mig örstutt en ég er nýr meðlimur á Mana.. Ég heiti Kolbrún en er alltaf kölluð Kolla. Ég er 30 ára trúlofuð móðir og bý í Mosfellsbænum. Ég og Siggi(unnusti minn) eigum samtals 3 börn en við eigum 2 saman, Jóhann Bjart 5 ára og Gunnar Dag 10 ára.… Halda áfram að lesa Kolla!
Lítið krúttlegt samstarf – Byhappyme.com
Við stelpurnar hjá Mana erum svo heppnar að hafa verið boðið samstarfi við byhappyme.com sem meðal annars selja nafnamiða, nafnasnuð og allskonar gjafavöru. Ég hef sjálf pantað af þeim síðan Fjóla fæddist og hreinlega gæti ekki verið sáttari. Ég meina hversu sætt er að fá lítið þakkarbréf og nammipoka með hverru pöntun sem maður… Halda áfram að lesa Lítið krúttlegt samstarf – Byhappyme.com
Lán í óláni
Þegar ég var lítil langaði mig að verða hárgreiðslukona þegar ég yðri stór. Systir mín vill meina að hún hafi barið það inn í hausinn á mér því einu sinni var hún að greiða mér og ég sat ekki kjurr, sem pirraði hana mjög mikið, þannig að hún lamdi bursta í hausinn á mér svo… Halda áfram að lesa Lán í óláni
„Sjáðu mamma, maginn á mér er næstum því orðinn flatur“
... heyrði ég ungan strák segja við mömmu sína í búðinni þar sem hann stóð og speglaði sig í stórum spegli, með tilheyrandi 'pósum' og inndragi magans. Mér varð eginlega bara svolítið illt og þetta fékk mig til að hugsa Mér varð hugsað til barnana minna fjögurra sem ég vona að hugsi aldrei svona um… Halda áfram að lesa „Sjáðu mamma, maginn á mér er næstum því orðinn flatur“
Já svo þið eruð bara svona eins og helgaforeldrar…
Ehm nei, við erum bara foreldrar sem erum svo óheppin að búa ekki í sama landi og sonur okkar Við erum foreldrar allan sólahringinn, allan ársins hring. Við erum 4 barna foreldrar. Við erum ekki 3 barna foreldrar og stundum 4. Ég er mamma. Þið kanski viljið kalla mig stjúpmömmu en ég er bara mamma.… Halda áfram að lesa Já svo þið eruð bara svona eins og helgaforeldrar…