... heyrði ég ungan strák segja við mömmu sína í búðinni þar sem hann stóð og speglaði sig í stórum spegli, með tilheyrandi 'pósum' og inndragi magans. Mér varð eginlega bara svolítið illt og þetta fékk mig til að hugsa Mér varð hugsað til barnana minna fjögurra sem ég vona að hugsi aldrei svona um… Halda áfram að lesa „Sjáðu mamma, maginn á mér er næstum því orðinn flatur“
Já svo þið eruð bara svona eins og helgaforeldrar…
Ehm nei, við erum bara foreldrar sem erum svo óheppin að búa ekki í sama landi og sonur okkar Við erum foreldrar allan sólahringinn, allan ársins hring. Við erum 4 barna foreldrar. Við erum ekki 3 barna foreldrar og stundum 4. Ég er mamma. Þið kanski viljið kalla mig stjúpmömmu en ég er bara mamma.… Halda áfram að lesa Já svo þið eruð bara svona eins og helgaforeldrar…
Að brjóta niður vegginn, einn múrstein í einu.
Ég var mjög ung þegar ég byggði vegg, tilfinningarvegg, úr þykkum múrsteinum. Mamma mín og pabbi skilja þegar ég var ungabarn og var ekki mikið samband á milli okkar pabba, mín upplifun var þannig að ég var ekki alltaf velkomin. Ég fór sirka einu sinni á ári í heimsókn, á sumrin, í einn mánuð. Ég… Halda áfram að lesa Að brjóta niður vegginn, einn múrstein í einu.
Kleinurnar hennar mömmu
Mamma mín er einhverskonar töframaður í eldhúsinu, það er allt gott sem hún gerir. Hún er ekki mikið í einhverjum flóknum og fansí uppskriftum, heldur er þetta oft einhvað sem kemur beint upp úr hennar höfði, svona ekta mömmu matur. Eitt af því besta sem ég fæ hjá henni eru kleinur. Ég er kannski ekki… Halda áfram að lesa Kleinurnar hennar mömmu
Hann er ekki erfiður, hann á erfitt
Setning sem ég þarf sjálf að minna mig á oft á dag, og vildi óska að fleiri notuðu... Svona áður en ég hárreiti mig. Skórnir eru ekki réttir á honum, sokkarnir komu beint af ofninum og eru þar af leiðandi volgir, hans bílbelti var losað á undan beltinu hjá bróður hans, hann ætlaði að vera… Halda áfram að lesa Hann er ekki erfiður, hann á erfitt
Breytt hugafar, betri sjálfsímynd.
Sjálfsímynd kvenkynsins er mikið í umræðunni í dag. Það er verið að kenna stelpum að elska sjálfa sig í þeim líkama sem þær eru. Mér finnst þetta vera svo flott og þörf umræða. Þessa umræðu hefði ég þurft að heyra þegar ég var ung stelpa. Ég er þannig vaxin að ég er frekar grönn að… Halda áfram að lesa Breytt hugafar, betri sjálfsímynd.
Af hverju að blogga?
Ég hef , eins og ábyggilega annar hvort bloggari, verið spurð af hverju ég byrjaði að blogga. Sumir virðast halda að ég hafi byrjað til að feta í annara manna fótspor. Græða fríar gjafir eða landa flottasta samstarfinu, Verða þekkt og láta birta bloggin mín á fréttasíðum. En ástæðan er einfölld. Mér þykir gaman að… Halda áfram að lesa Af hverju að blogga?
„En hann lítur ekki út fyrir að vera einhverfur“
Hann Úlfar Hrafn minn er 10 ára ósköp "venjulegur" drengur. Hann er með 10 tær og 10 fingur, allir útlimir á sínum stað og stór falleg blá augu sem bræða alla, en hann er líka fatlaður, hann er einhverfur. Að eiga einhverft barn er mjög erfitt. Allar áhyggjurnar sem maður hefur, fyrir utan allar áhyggjurnar… Halda áfram að lesa „En hann lítur ekki út fyrir að vera einhverfur“
Olga Rut – Kynning
Vitið þið hvað er fáránlega erfitt að byrja svona kynningar pósta? Það er allt einhvað svo asnalegt að segja, sæl og blessuð, komið þið blessuð og sæl, hæhæ, hvernig byrjar maður eiginlega svona pósta. Ég held ég hendi mér bara í kynningu, engin upphafsorð. Ég heiti Olga Rut og er Kristinsdóttir. Ég er fædd árið… Halda áfram að lesa Olga Rut – Kynning
Ella Karen
Jæja þá er komið að því að maður skelli í smá kynningu Ég er 30 ára heimavinnandi húsmóðir, með meiru. Áhugamálin mín eru svo mörg að þið væruð hér í allan dag að lesa listann en það sem stendur helst uppúr eru bækur, skipulag heimilisins, Endurbætur og breytingar (DIY), garðurinn minn og uppeldi. Ég er… Halda áfram að lesa Ella Karen